Ég
 

Ég heiti Margrét Theodóra Jónsdóttir og er eiginkona, þriggja drengja móðir og jarðfræðingur. Gleðigjafarnir mínir þrír eru fæddir 2009, 2010 og 2014. 

 
Kökuskreytingar

Ég er mikill sælkeri, elska að baka og hef sérstakan áhuga á kökuskreytingum. Ég bjó í Ameríku í fimm ár og kynntist þá kökugerðarmenningunni þar. Ég lauk þar við námskeiðin Wilton Method Decorating Basics, Wilton Method Flowers and Cake Design og Cake Art's Wedding Class. 

 
Smjörkrem

Ég elska smjörkrem og kýs að nota það fram yfir sykurmassa. Smjörkremið býður upp á ýmsa möguleika, bæði hvað varðar bragð og samsetningu en einnig gefur það ótal möguleika við kökuskreytingar. Sykurmassa nota ég fyrst og fremst til að búa til blóm og fígúrur á kökurnar mínar.

 
Njótið!

Á þessari heimasíðu langar mig til að deila með ykkur því sem ég er að gera, fróðleiksmolum, pælingum mínum, skoðunum og öllu því sem við kemur bakstri og kökuskreytingum.

 

Nýtið flipann "Hafðu samband" í valborðanum hér að ofan til að senda mér línu ef þið hafið spurningar eða athugasemdir.

 

Kökuna Mína má líka finna á samskiptamiðlum
Facebook - Kakan mín 

Instagram - kakanmin_blog
Snapchat - kakan-min