Litlar súkkulaðikökur

Þessar kökur eru fullkomnar í allar veislur! Ég var með þær á eftirréttahlaðborðinu í brúðkaupinu okkar til dæmis :)

Mynd: Rakel Ósk Sigurðardóttir

Frönsk-súkka í munnbitastærð 250 g saxað súkkulaði

3 msk mjúkt smjör

2/3 bolli sykur

4 stór egg

1/2 tsk vanilludropar

1/3 bolli hveiti

Salt á hnífsoddi

- Hitið ofninn í 200°C - undir-og yfirhita. - Smyrjið lítil bollakökuform.

- Setjið súkkulaðið í hitaþolna skál og bræðið. - Þeytið sykur og smjör saman (hratt) - þar til blandan verður ljós og létt. Bætið einu og einu eggi saman við og hrærið vel á milli. Setjið næst vanilluna ofaní og hrærið lítillega áfram. - Sigtið hveitið og saltið saman og bætið rólega saman við blönduna.

- Í lokin skal hella súkkulaðinu ofan í og hræra varlega.

- Skiptið deiginu niður í formin - ekki fylla meira en 1/2 - 2/3 upp. - Bakið í ca. 10-12 mínútur. Ég mæli með því að baka 2-3 fyrst til að stilla tímann áður en allar kökurnar eru bakaðar.

Borðið og njótið ;)

#súkkulaðikaka #Brúðkaup

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum