Panduro á Íslandi

Föndurverslunin Panduro hefur nú opnað á Íslandi. Ég fékk boð um að taka þátt á opnunardeginum sem var síðastliðinn fimmtudag í Smáralind. Panduro er leiðandi fyrirtæki á sviði föndurs og hannyrða í Evrópu og rekur 114 verslanir í sex löndum. Þetta er algjör draumaverslun fyrir alla föndrara því þar má finna allt sem þarf til föndurgerða.

Þar sem mitt áhugasvið liggur í kökuskreytingunum gefur það auga leið að það er mín uppáhalds-deild í búðinni :D Það er vel valið inn af vörum bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Sykurmassi og marsipan frá Odense, gel- og duftlitir, allskonar sykurmassa-skerar, sykurskraut og svo margt, margt fleira. Vörurnar er líka í alveg ótrúlega fallegum pakkningum og því tilvaldar sem gjöf fyrir kökuáhugamenn :) Panduro er staðsett við innganginn Hagkaups-megin í Smáralind.

Ég mæli með því að kíkja til þeirra :)

#Panduro #kökuskreytingar #Kökudót

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum