Pappírsbrúðkaup

Ég trúi því varla að það sé komið EITT ÁR frá þessum geggjaða degi!

Við hjónakornin giftum okkur reyndar hjá sýslumanni um jólin 2008 en ákváðum svo í fyrra að gera þetta með pompi og prakt. Ég væri alveg til í að gera þetta á hverju ári :D Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og ég eeeelska líka að skipuleggja og halda veislur ;) Brúðkaupsdagur: 20.08.2016

Athöfn Kirkja: Laugarneskirkja (teiknuð af Guðjóni Samúelssyni) Prestur: Sr. Sigurður Arnarson Tónlist í kirkju: Valdimar Kristjónsson á píanó, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Elísabet Ormslev sungu. Besta atriðið var þó söngur frá litlu molunum okkar :) Þar sem við vorum þegar gift og athöfnin aðeins staðfesting á hjónabandi þá ákváðum við að ganga saman inn kirkjugólfið með guttunum okkar þremur :)

Veisla

Salur: Salur Ferðafélags Íslands, sjá meira hér.

Kokkur: Hinrik Carl Ellertsson á Dill sá um matinn fyrir okkur — Vægast sagt sjúklega gott alltsaman!

Brúðarterta: Rebekka Helen konditor hjá Apótekinu, meira um kökuna hér.

Eftirréttahlaðborð: Sjá hér. Atriði: Við fengum það að gjöf að fá Eyþór Inga líka í salinn. Hann var algjörlega frábær! Fékk fólk til að grenja úr hlátri og dansa upp á stólum, þvílíkur snillingur :D

DJ: Atli Kanill, við mælum 110% með honum!

Photobooth: Instamyndir

Brúðarföt

Kjóll: Needle and thread. Ég lét breyta kjólnum mínum töluvert þar sem mér líður eins og hobbita í síðkjól. Malen hjá Eðalklæðum hjálpaði mér með kjólinn og hætti ekki fyrr en hann var 100%, ég er ekkert smá ánægð með þá þjónustu sem hún veitti mér.

Skór: Clarks úr MAIA Reykjavík — Ég er ekki mikið fyrir hæla og því mikilvægt fyrir mig að velja þægilega skó. Ég var svo með flatbotna skó fyrir veisluna úr Anthropologie ;)

Brúðgumi: Tiger og Sweden föt, allt keypt í Kúltúr. Drenigirnir: Föt frá H&M og skór frá KAVAT.

Annað Förðun: Helena Konráðsdóttir, Mac.

Hár: Iðunn Aðalsteinsdóttir, Aveda.

Ljósmyndarar: Rakel Ósk Sigurðardóttir og Ernir Eyjólfsson.

Myndataka: Árbæjarsafn Boðskort: Þorgeir Valur Ellertsson hjá Svansprent Brúðabíll: Rolls-Royce — í fjölskyldunni

Brúðarvöndur: Möggubrá

Eina eftirsjáin, eins og hjá svo mörgum öðrum, er að hafa ekki tekið upp video frá þessum degi. Það væri gaman að eiga það til að horfa á á brúðkaupsæfmælunum :)

#Brúðkaup

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum