Hafrastykki með banönum, jarðaberjum og chia
Þessi hafrastykki eru fullkomin með morgunkaffinu eða sem extra gott millimál ;) Það besta við þau er að allir geta borðað þau en þau eru bæði vegan og glútenlaus. Sultan ein og sér er líka algjört æði og hægt að nota hana á hvað sem er.
Jarðaberjasulta með Chia fræjum
2 bollar frosin jarðaber
2 msk hlynsíróp
2 msk chia fræ
1 tsk vanilludropar
Hafrabar með banönum
160 g hafrar, skipta í helming
1 tsk lyftiduft
2 stk þroskaðir bananar, stappaðir
1/4 bolli hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
Sulta
- Sjóðið saman jarðaber og hlynsíróp við meðalhita. Sjóðið í ca 5-15 mínútur og látið vökvann gufa upp. Hitið að suðu og sjóðið áfram þar til öll berin hafa brotnað niður, ca. 5-10 mínútur.
- Bætið Chia-fræjunum og vanillunni saman við og sjóðið áfram í 5 mínútur.
Setjið sultuna í krukku eða skál og kælið (jafnvel yfir nótt).
Hafrastykki
-Hitið ofninn í 190° og smyrjið bökunarform.
-Myljið 1 bolla af höfrum í matvinnsluvél eða blandara þar til þeir eru orðnir eins og hveiti.
Setjið hafrahveitið í skál og bætið við restinni af höfrunum og lyftiduftinu, hrærið vel saman.
-Stappið bananana og setjið saman við þurrefnin. Bætið svo hlynsírópi og vanillu saman við og hrærið vel saman eða þar til blandan er orðin að góðu deigi.
-Pressið 2/3 af deiginu í botninn á bökunarformi og dreifið sultunni yfir (passið að sultann fari ekki alveg á kantana því þar gæti hún mögulega brunnið). Myljið restina af deiginu ofan á.
-Bakið í 30 mínútur eða þar til deigið tekur gylltan lit.
-Leyfið kökunni að kólna alveg í forminu áður en þið takið hana úr.
Jarðaberjabiti
Uppskrift frá Running with spoons