Súkkulaðikaka með KEA lakkrís-skyri og sterkum Djúpum
Ég fékk skemmtilega áskorun senda á Facebook-ið mitt um daginn sem hljóðaði svo: "Hæhæ, væri nú ekki tilvalið að þú myndir búa til uppskrift af eftirrétti sem inniheldur Nýja lakkrísskyrið og sterkan djúp" :D
Hversu skemmtileg áskorun!? Hausinn fór á fullt og ég ákvað að byrja á því að prófa að gera súkkulaðiköku með Djúpu-kremi.

Ég ákvað að taka þetta alla leið og setti skyrið bæði í kökuna sjálfa og í kremið.
Ég varð smá smeyk um stund þegar ég sá hvað deigið hjá mér var þykkt en það voru svo sannarlega óþarfa áhyggjur því að kakan kom dúnamjúk og flott úr ofninum.
Kakan er í ruglinu góð og því óhætt að segja að þessi tilraun hafi heppnast gríðarlega vel :D Það er þetta dásamlega pipar-lakkrís-eftirbragð sem lætur mann hugsa um hana lengi eftir að maður er búinn að fá sér fyrsta bitann og maður verður sólginn í meir og meir.

Kaka
200 g hveiti
200 g sykur
40 g kakó
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
175 g mjúkt smjör
2 stór egg
2 tsk vanilludropar
1 lítil dolla KEA lakkrís-skyr
Krem
1 poki sterkar Djúpur
150 g suðusúkkulaði
115 g smjör
1 lítil dolla KEA lakkrís-skyr 4,5 - 5 bollar flórsykur
Kaka:
Hitið ofninn í 180°C og smyrjið formin (ég notaði 2x 20 cm hringform)
Setið öll hráefin saman í hrærivél eða matvinnsluvél og blandið saman þar til deigið verður þykkt og mjúkt.
(Ef þið eruð sérvitringar eins og ég þá má líka byrja á að blanda saman hveiti, sykri, lyftiefnum og smjöri saman í eina skál og kakói, skyri, eggjum og vanilludropum í aðra. Blanda þessu svo öllu rólega saman).
Setjið deigið í formin og bakið í ca. 25-35 mínútur. Leyfið kökunum að kólna í 10 mínútur áður en þær eru teknar úr formunum.
Krem: Saxið Djúpurnar smátt, suðusúkkulaðið gróflega og skerið smjörið í teninga. Bræðið þetta allt saman yfir vatnsbaði.
Setjið súkkulaðiblönduna í stærri skál og kælið í ca. 5 mínútur. Bætið flórsykrinum og skyrinu saman við og þeytið vel saman.
Setjið kremið á milli kökulaga og yfir kökuna og skreytið með söxuðum sterkum djúpum ef þið viljið fá extra mikinn lakkrís á kökuna ;)
Súkkulaðikaka með KEA lakkrís-skyri
Súkkulaðikrem með sterkum Djúpum og lakkrís-skyri
Ég mæli klárlega með því að þið prófið að gera þessa köku! það skemmir heldur ekki fyrir hvað það er auðvelt að gera hana ;)
