Gleðilegan Bolludag!

Gleðilegan bolludag kæru vinir :) Eins og ég hef oft sagt þá er þetta einn af mínum uppáhalds dögum, bæði vegna yndislegra æskuminninga og að sjálfsögðu út af rjómabollunum sjálfum ;) Um helgina gerði ég frumraun í bollubakstri en ég hef ekki bakað vatnsdeigsbollur áður sjálf. Váááá hvað mér fannst þetta gaman, þetta er miklu auðveldara en ég hélt og bara eitthvað svo ótrúlega skemmtilegt :) Ég las ótalmargar uppskriftir og þar sem ég þarf alltaf að flækja aðeins fyrir mér þá prófaði ég 4 mismunandi til að bera saman :D

Þar sem það eru til svo margar venjulegar bolluuppskriftir á netinu þá langar mig til að deila einni aðeins öðruvísi með ykkur ;) Súkkulaði-vatnsdeigsbollur

1 bolli vatn

113 g smjör

1 msk sykur

1/8 tsk salt

167 g hveiti

3 msk kakó

5 egg

Kornax hveiti, Nesbú egg, smjör, sykur, salt og kakó

Hitið ofninn í 220°C (undir- og yfirhita). Sjóðið vatn, smjör, sykur og salt saman. Bætið öllu hveitinu og kakóinu saman við og hrærið með sleif þar til hveitibolla myndast sem skilur sig frá pottinum. Setjið hveitibolluna í aðra skál og kælið í nokkrar mínútur. Hrærið einu og einu eggi saman við og hrærið vel á milli. Sprautið litlar kúlur á plötu eða notið teskeiðar. Bakið við 220°C í 10 mínútur og lækkið þá hitann niður í 175°C og bakið áfram í 25-30 mínútur.

ALLS EKKI opna ofninn áður en bökunartíminn er liðinn, það er lykilregla. Takið bollurnar úr ofninum og kælið á grind.

Verði ykkur að góðu í dag og njótið!!! ;)

#bolludagurinn

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum