Kaka ársins 2017

Konudagurinn er í dag. Það þýðir bara eitt hér á heimilinu: Kaka ársins verður smökkuð.

Kaka ársins er í fyrsta skipti ekki frá bakaríi á höfuðborgarsvæðinu en að þessu sinni var það bakari frá Vestmannaeyjum sem bar sigur úr býtum. Höfundurinn heitir Davíð Arnórsson og er hann bakari hjá fyrirtækinu Stofan bakhús í Vestmannaeyjum.

Í ár var keppnin haldin í samstarfi við Mjólkursamsöluna og var eina skilyrðið að nota skyr frá MS. Kaka Davíðs er samsett af möndlu-kókosbotnum, hindberjahlaupi, skyrmús með lime og er hjúpuð með mjólkursúkkulaðihjúp.

Þessi samsetning minnti mig mikið á mína uppáhalds sigurköku sem var frá Bernhöftsbakaríi árið 2011 en hún innihélt einmitt meðal annars skyrfrauð, hindberjamauk og möndlubotn. Ég var því ekkert smá spennt að smakka þessa nýju sigurköku! :D

Niðurstaða: Við vorum búin að smakka kökuna fyrir klukkan 10 í morgun, semsagt engin sjálfsstjórn hér á bæ ;) Manninum mínum fannst hún góð en ég var ekki alveg nógu hrifin, kannski af því að ég var búin að gera mér svo súper miklar væntingar.

Lime-skyr-músin er ótrúlega góð og hjúpurinn og möndlubotnarnir fínir en það sem mér finnst skemma kökuna er hindberjamaukið, það lag finnst mér alltof þykkt, ekki nógu stíft og yfirgnæfir allt annað óþarflega mikið.

En höfum það á hreinu að þetta er bara MÍN skoðun og ég hvet ykkur eindregið til að kaupa kökuna og smakka hana sjálf, þið megið svo endilega deila með mér í kommentum hér að neðan hvað ykkur finnst :D

Ég mæli með að þið kíkið líka á umfjöllunina um köku ársins 2016 hér og árið 2015 fjallaði ég ítarlega um keppnina sjálfa og sigurkökuna það árið, þann pistil má finna hér ;)

#kakaársins

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum