Meistaramánuður eða bolludagur?

Ég verð að játa mig sigraða... ... ég var búin að setja upp voða fínan Meistaramánuðs-hnapp hérna á síðuna sem ég ætlaði að vera dugleg að setja inn á en ekkert hefur gerst :/

Upphaflega fannst mér það frábær hugmynd að hafa Meistaramánuðinn í febrúar, þá væri fullkomið að rífa sig í gang eftir jóla-óhóf og janúar-slen og svo er þessi mánuður líka svo stuttur! ;)

Ég ætlaði allavega að rífa mig í gang og massa öll markmiðin mín á einu bretti.

Eeeen ég er ekki kominn í gírinn enn og til að hafa einhverja afsökun þá finnst mér þessi mánuður bara ekkert svo frábær lengur, þetta er einn mesti súkkulaði- og rjóma-mánuður ársins! :D Við erum að tala um Valentínusardag, konudag, bolludag og sprengidag!!! Ég hef allavega ekki sjálfstjórn né vilja til að fórna þessum kræsingardögum úr mínu lífi. Ég fæ mér til dæmis alltaf Köku ársins á konudaginn og ef hún er góð þá leyfi ég mér bara að gúffa henni í mig, án samviskubits og eins bolludagurinn! Ég bara elska hann og allt sem honum fylgir :)

Þannig að, ég legg til að Meistaramánuður verði framvegis í maí!

Maí er kjörinn í þetta, fínt pepp fyrir sumarið, fullkomið í prófatíðinni og gott start fyrir Reykjavíkur maraþonið. Ég ætla allavega að prófa að byrja upp á nýtt þá ;)


Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum