Rice Krispies kaka með marsi, salthnetum og bananarjóma

Þessi kaka spyr ekki um aldur, hana elska allir - hún er einfaldlega algjört dúndur ;)

Rice Krispies kaka * 100 g smjör 3/4 lítil dós af Golden sírópi

200-220 g suðusúkkulaði (smakkið til)

2 stk mars

50 g salthnetur

Bananarjómi

1 peli rjómi

2 þroskaðir bananar

súkkulaði "krem/sósa"

3-4 stk mars (ég notaði á endanum 4)

3 msk rjómi

* Þið getið að sjálfsögðu helmingað Rice Krispies uppskriftina til að gera bara kökubotninn en þar sem maður þarf hvort eð er að kaupa allt hráefnið þá mæli ég með að halda uppskriftinni svona og fá þá litlar Rice krispies kökur líka en þær má til dæmis geyma og eiga í frysti fyrir góða gesti ;)

Aðferð

Saxið salthneturnar og setjið til hliðar.

Bræðið smjör, suðusúkkulaði og mars saman í potti.

Hrærið sírópinu saman við.

Byrjið á því að hella ca. hálfum Rice Krispies pakka í skál og hellið súkkulaðiblöndunni saman við. Bætið Rice Krispies smátt og smátt saman við eins og ykkur líkar, persónulega finnst mér betra að hafa kökurnar frekar dökkar.

Skiptið blöndunni í tvo hluta. Blandið salthnetum í annan helminginn og þjappið í botninn á bökunarformi. Búið til litlar Rice Krispies kökur úr restinni eða annan botn ;)

Stappið 2 banana, þeytið rjóma og blandið saman.

Bræðið mars og rjóma saman og hellið yfir kökuna þegar blandan hefur kólnað smá.

Notið afgangskremið til að setja á litlu Rice Krispies kökurnar.

Ég mæli að saxa lúku af salthnetum smátt og skreyta kökuna með þeim, það gefur henni svolítið extra :)

Kælið kökuna.

Þetta fer allt fram á Snapchat þannig að ef þið eruð ekki búin að bæta kakan-min við vinalistann þar þá mæli ég með að drífa í því ;)

Þið sjáið kannski í video-inu að ég á það til að bæta við og taka burtu hráefni eftir hentisemi þegar ég baka...... ekki láta það rugla ykkur :/

Góða skemmtun! :)

#RiceKrispies #uppskrift #mars

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum