Oreo - Skyrterta

Hver elskar ekki skyrkökur?

Þær eru súper einfaldar og fljótlegar í framkvæmd og svo passa þær líka í öll boð, saumaklúbbinn, sunnudagsbrunchinn, barnaafmælið og fertugsafmælið! Nánast hver Íslendingur hefur smakkað og jafnvel borið fram hina sígildu skyrköku með LU-kexi og kirsuberjasósu. Hér kemur ný uppskrift sem ég gerði fyrir kaffiboð um helgina :)

Þessi útgáfa er geeeeggjuð, ég mæli með að þið prófið hana!

Hún er líka enn betri daginn eftir þannig að það er um að gera að búa hana til daginn áður en á að bera hana fram ;)

Skyrterta með Oreo kexi 2 pakkar Oreo Kex

50-100 g smjör (smekksatriði)

2 bollar rjómi

2 msk Royal vanillubúðingur

1 stór KEA vanilluskyr

Hvítt súkkulaði

Dökkt súkkulaði

Byrjið á því að taka einn pakka (4 kexkökur) frá og geymið til hliðar.

Myljið restina af kexinu í matvinnsluvél.... eða til dæmis með kökukefli og setjið í botninn á formi. Bræðið smjörið og blandið því saman við Oreo kexið.

Myljið afgangskexið gróflega.

Þeytið rjómann með 2 msk af Royal vanillubúðingi.

Blandið skyrinu og kexinu saman við.

Setjið rjómablönduna yfir kexið í forminu.

Rífið hvítt og dökkt súkkulaði með rifjárni og setjið yfir kökuna - ég mæli með því að vera ekkert að spara súkkulaðið ;)

Ég mæli svo sannarlega með!

#uppskrift #skyrkaka

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum