8 ára afmæli

17/01/2017

Frumburðurinn minn á 8 ára afmæli í dag, hjálpi mér heilagur hvað tíminn líður hratt!
 


Afmæliskökurnar hans síðustu 7 ár hafa verið fjölbreyttar, litríkar og skemmtilegar :) 

 

 

1 árs 

Við héldum upp á eins árs afmælið með góðum vinum í Bandaríkjunum. 

 

2 ára 

Þegar Jökull var tveggja ára vorum við nýflutt til Íslands og þá fékk pjakkurinn hvorki meira né minna en þrjár afmælisveislur og miðjan þá aðeins 4 mánaða gamall :/ 

 

3 ára  

Þessi bók var lesin í tíma og ótíma þegar Jökullinn var þriggja ára

 

4 ára

Aldurinn þar sem ofurhetjuæðið er í hámarki.

 

5 ára

Risaeðluafmæli

 

6 ára

Harry Potter átti hug hans allan í 6 ára bekk en þá byrjuðum við að lesa fyrir hann bækurnar. 

 

7 ára 

Í fyrra var beðið um Star Wars köku, meira um hana hér. 

 

Nú snýst lífið um fótbolta og Pókemon

eeeen við erum ekki viss um að gera svona afmælisköku í ár.... við sjáum til :) 

 

 

Please reload

Nýlegar færslur

March 31, 2018

September 10, 2017

September 2, 2017

August 20, 2017

Please reload

Leitarorð
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum