Heit íssósa með Freyju möndlum

Ég var með heita marssósu með eftirréttinum um jólin, hún er jú þessi klassíska bomba sem allir elska og stendur alltaf fyrir sínu. Ég verð allavega að viðurkenna að ég gúffað óhóflega mikið af henni í mig um jólin, ásamt ís og heitri eplaköku :/ Eeeen það er alltaf hægt að gera betur!

Ég ákvað því (í janúarátakinu) að prófa nýja sósu og smakka hana til með vænni skál af vanilluís :/

Guð hjálpi mér hvað þetta kom vel út, átakið verður allavega að bíða betri tíma því ég er húkt!

Ég fékk mér aðra skál kvöldið eftir og hafði þá sósuna kalda og ó mæ ég get ekki dæmt um hvort er betra. Þið verðið eiginlega að prófa og dæma svo sjálf hvort ykkur finnist hún betri heit eða köld ;)

Heit íssósa

Freyju Möndlu-súkkulaðisósa

1 poki Freyju möndlur

100 g Suðusúkkulaði 8 msk rjómi

Bræðið möndlur og 3-4 msk af rjóma saman þar til möndlurnar eru uppleystar og orðnar að karamellu (það er gott að kremja möndlurnar með skeið eða sleif þegar þær eru orðnar linar til að flýta fyrir).

Bætið þá súkkulaðinu saman við ásamt 4 msk af rjóma til viðbótar.

Bræðið áfram á lágum hita þar til sósan er slétt og glansandi.

Ef þið viljið hafa sósuna þynnri þá einfaldlega bætið þið meiri rjóma saman við ;)

Svo er bara að njóta njóta njóta ;)

Köld íssósa

#uppskrift #Freyja

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum