Vinsælustu trendin í kökuheiminum 2016

Jahérna, agaleg byrjun á bloggári hjá mér! Ég hef enga afsökun aðra en janúarslen :/ En nú byrjum við þetta, ég var búin að lofa því að taka þetta ár með trompi!

Mig langar að byrja á því að fara yfir það allra vinsælasta í kökuheiminum á síðasta ári.

Kökuárið 2016 var klárlega ár bergkristalla og þá sérstaklega í brúðartertum. Það varð sprenging í þessum kökum eftir að Rachel, Intricate Icings, gerði sína köku í janúar á síðasta ári. Verandi jarðfræðingur með sérstakan áhuga á bergfræði þá féll ég næstum í yfirlið þegar ég sá þetta meistaraverk fyrst! Það er vissulega ekki fyrir hvern sem er að gera þessar kökur en ef þið viljið prófa þá má finna fínt kennslumyndband á youtube, hér.

Hér má sjá kökuna sem gerði allt vitlaust eftir Rachel Teufel.

Þessi fallega kaka er frá The Sugared Rose.

Sainte G. Cake company

Á fyrri hluta síðasta árs voru "nammikökur" alveg ótrúlega vinsælar. Kökur þar sem súkkulaðiganache er látinn leka niður kökuna og svo er allskonar nammi raðað ofan á og í kringum kökuna.

Ég hef enga trú á öðru en að þessar kökur verði áfram vinsælar, þær eru líka frekar auðveldar í framkvæmd þannig að allir geta spreytt sig á þeim.

Þessi kaka er frá Erin Gardner á thecakeblog.com en hún er ein af mínum uppáhalds kökuhönnuðum. Ef þið smellið á myndina sjáið þið hvernig kakan er gerð.

Þessi ótrúlega fallega hindberjakaka er úr smiðju Peggy Porchen.

Þessi skemmtilega æpandi kaka væri fullkomin í barna- eða unglingaafmæli. Hún er frá Katherine Sabbath og með því að smella á myndina fáið þið góð tips frá henni.

Speglakökur eða Mirror glaze cakes voru líklega óvæntasta og mesta hittið 2016.

Mirror glaze er dásamlega falleg tækni til að gera kökur extra elegant og fallegar. Glansinn byrjar sem seigfljótandi vökvi sem verður að einhverskonar geli þegar hann kólnar. Það eru ekki bara professional-bakarar sem geta gert þessar kökur, mörgum áhugabökurum hefur tekist vel til með þessa tækni.

Heiðurinn af kökunum hér fyrir neðan á Olga Noskovaa frá Rússlandi en hún er ein sú besta í heiminum í þessari tækni. Ég mæli með að fylgja henni á Instagram því kökurnar hennar eru out of this world.

Það komu margar fallegar smjörkremskökur fram árið 2016 en að mínu mati er ein hönnun sem stendur sérstaklega upp úr og er það einhyrningurinn frá Jenna Rae og Ashley Nicole. Kökuna má finna út um allt í dag en margir hafa prufað sig áfram með þessa hönnun.

Hér er skemmtileg útgáfa af einhyrningnum frá systrunum Jennu og Ashely. Meiri upplýsingar um þeirra verk má finna á heimasíðu þeirra hér.

Sugarbites the bakery með ótrúlega fallega litasamsetningu á smjörkremsblómunum.

LuluKaylaCupcake

Það voru pottþétt fullt af fleiri skemmtilegum trendum árið 2016 en ég ætla að stoppa hér því að mínu mati voru þetta skemmtilegstu og flottustu trendin.

Nú er það 2017! Það verður spennandi að fylgjast með hvað verður vinsælast í ár ;)

#Áramót #hugmyndir

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar