Eru eggin þín fersk eða alls ekki?

15/12/2016

Áður en ég hóf baksturinn á mánudaginn ákvað ég að testa eggin sem ég átti því ég hef verið að kaupa mikið af eggjum fyrir allar þessar tilraunir.

Ég setti vatn í glas og svo egg úr hverjum bakka ofan í.

 

  • Ef eggið liggur á hlið á botninum er eggið ferskt og hægt að nota það í hvað sem er.
     

  • Ef það stendur "upprétt" á botninum er það enn í lagi, það þarf þó að borða það fljótlega eða harðsjóða það. Það er líka tilvalið í bakstur. 
     

  • Ef eggið hinsvegar sekkur ekki til botns og flýtur upp á toppinn þá er það komið á tíma og eiginlega ekki gott til neins.  

 

 

Niðurstaða

 

Tilraun á eggjum og bakstur fór fram mánudaginn 12. desember.

 

 


Nesbúegg

Best fyrir 15. des. 

 

 

Þrátt fyrir að "best fyrir" dagsetningin var skammt undan þá voru eggin enn fullkomlega fersk og góð í baksturinn. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brúnegg 

 

 

 

Ég átti Brúnegg sem ég hafði ekki lengur list á að nota eftir fréttirnar af þeirra búi. 

Ég á því miður ekki bakkann ennþá og því ekki viss um síðasta neysludag en man þó að þau voru ekki útrunninn. 

Tilraunin sýndi að eggið var ekki ferskt.

 

 

 

 

 

 

 

Hvít vistvæn egg frá Stjörnueggjum 

Best fyrir 3. janúar

 

 

Ekki alveg nógu gott
Þessi bakki á að "renna út" 3. janúar, eggin eiga að vera ný og fersk.  

Nesbúeggin sem voru með best fyrir 15. desember voru tekin fram yfir þessi í baksturinn. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nesbúegg 

           Best fyrir 26. desember

 

 

Þessi bakki stóð við sitt, fersk og flott egg, tilbúin í hvaða matseld sem er :)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er aðeins ein leið til að tékka á eggjunum en hún er auðveld og því tilvalið að nota hana til að tékka á ástandi eggjana í ísskápnum áður en þau eru notuð ;)

Please reload

Nýlegar færslur

March 31, 2018

September 10, 2017

September 2, 2017

August 20, 2017

Please reload

Leitarorð
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar