Brúðkaup - Eftirréttahlaðborð

29/11/2016

Þá er það eftirréttahlaðborðið! 

 

 

Við lögðum mikið upp úr eftirréttunum í brúðkaupinu okkar í sumar. Við vorum með brúðartertu á hverju borði og svo eftirréttahlaðborð sem fólk gat gengið í allt kvöldið. 

Ég er ótrúlega lánsöm að eiga her af yndislegum vinkonum sem hjálpuðu til við allt og vil þakka þeim öllum enn og aftur fyrir alla hjálpina! Einnig fær eiginmaðurinn sérstakar þakkir fyrir að leyfa mér að sjá alfarið um þetta :D 

 

 

 

Eftirréttahlaðborðið 
Myndirnar tók Rakel Ósk SigurðardóttirDons Donuts: Kleinuhringir á borðið var must! Þeir eru bæði sjúklega góðir og ótrúlega skemmtilegir á veisluborð. Ég vildi þó ekki hafa klunnalega hringi og þar sem ég lagði upp með að hafa allt í "bitastærð" þá voru Dons Donuts algjörlega fullkomnir! Þeir voru í réttri stærð, extra djúsí og svo skemmir ekki fyrir að versla við íslenskt kleinuhringjafyrirtæki ;) 
Við keyptum þrjá veislubakka, tvo með vanilluglassúr og flórsykri og einn með karamellu og flórsykri.

 

Litlar súkkulaðikökur: Þar sem brúðartertan var fersk lime-terta þá fannst okkur við verða að hafa eitthvað súkkulaði fyrir þá sem það kjósa. Ég bjó til uppáhalds súkkulaðikökurnar okkar og skreytti þær með litlum gylltum hjörtum sem ég pantaði á Ali Express. Ég set uppskriftina inn við tækifæri ;)


Kransakökubitar: Ég var alveg ákveðin í því frá upphafi að hafa kransakökubita, við einfaldlega elskum kransakökur og þær eru líka svo skemmtilega retro ;)
Við vinkona mín erum búnar að vera mastera kransakökugerð síðustu árin og fengum aðra góða með okkur í lið núna. Við höfum haft hann Örvar Birgisson sem lærimeistara, sjá hér :)


Kókoskúlur: Þær bara passa alltaf og það elska þær allir! 


Brúðarterta: Brúðartertan var lime-terta með hvítsúkkulaðismjörkremi frá Rebekku Helen (head pastry chef) á Apótekinu. Meira um þá dásemd hér.


Love-terta:
Mig langaði til að gera eina tertu sjálf. Ég gerði uppáhaldstertu fjölskyldunnar, hvíta möndluköku með hindberjafyllingu og smjörkremi með möndlukeim. Uppskriftina má finna hér.
Ég setti kökuna saman kvöldið fyrir brúðkaupið og hafði því ekki mikinn tíma í dúllerí, ég held að að ég hafi skreytt hana á ca. 2-3 mínútum en útkoman var bara mjög fín og alveg í anda veisluborðsins :)


Johan Bulow lakkrís: Uppáhalds "sparinammið" mitt er lakkrís frá Johan Bulow. Love lakkrísinn og Summer 2016 voru líka í þemalitum veislunnar og því kjörið að setja þá á veisluborðið ;)


Ferrero Rocher súkkulaði: Það er bara ekki til fallegra nammi, svo einfalt er það. Við notuðum Ferrero Rocher mola líka í sætamerkingar, það má sjá hér

 

Nammi: Ég vildi alls ekki hafa nammibar með nammi í öllum litum, ég valdi bara okkar uppháhald og það sem passaði vel á veisluborðið. Maðurinn minn elskar Freyju möndlur og ég elska Djúpur (ég elska reyndar þær sterku mest en fannst þær ekki nógu fallegar á veisluborðið og hélt mig því við hvítar). Til að fullkomna litapallettuna vorum við að auki með gyllta Hershey's kossa og Hershey's nagga :) ​​

​​

 


Blandaðar myndir, símamyndir og annað frá undirbúningi og veislu.
 


Ef þið misstuð af fyrri brúðkaupspóstum þá má finna þá hér og hér.

 

Please reload

Nýlegar færslur

March 31, 2018

September 10, 2017

September 2, 2017

August 20, 2017

Please reload

Leitarorð
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar