Kökublað Vikunnar

27/11/2016

Kökublað Vikunnar er komið út! 
Eins og alltaf er það stútfullt af girnilegum uppskriftum og skemmtilegum viðtölum. 
Ég mæli með að þið drífið í því að ná ykkur í eintak áður en það klárast úr hillunum.

 

 

Ég var svo heppin að fá að taka þátt í blaðinu í fyrra og var að rifja upp þá ævintýralegu myndatöku sem fór fram en það hefur líklega verið ein mest krefjandi myndataka sem greyið ljósmyndarinn hefur þurft að fara í :D 
Ákveðið var að taka myndirnar heima og hafa alla drengina mína með, ég hélt að þetta myndi bara ganga smurt fyrir sig og var ekkert að hóa í hjálparhellu..... það var ekki góð hugmynd. 

 

Ég ætla bara að leyfa þessum myndum að fylgja með því þær segja meira en þúsund orð :D 
 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Á meðan að minnsta greyið mitt var ekki par sáttur við þessa "innrás" og upptekna móður sína þá voru eldri bræðurnir í eltinga- og skylmingaleik í stofunni, dagsbirtan að fara og útstressuð móðirin að bugast undan níðþungri kökunni... en það var brosað í gegnum tárin :D 

En smellið endilega á myndina hér fyrir neðan og fáið þrjár æðislegar uppskriftir sem ég deildi með blaðinu í fyrra :)

 

 

 

 

 

Please reload

Nýlegar færslur

March 31, 2018

September 10, 2017

September 2, 2017

August 20, 2017

Please reload

Leitarorð
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum