Brúðkaup - Salur

Ég var að fá myndir frá ljósmyndaranum og ætla því að svindla aðeins og sýna ykkur salinn áður en ég fer í eftirréttaborðið og fleiri jólatoppatilraunir ;) Það kom eiginlega enginn annar salur til greina fyrir okkur en salur Ferðafélags Íslands í Mörkinni þannig að við pöntuðum hann með meira en árs fyrirvara til að fá hann pottþétt. Salurinn hefur fallegan móttökusal á efri hæð, veislusalurinn sjálfur er mjög hrár og býður upp á marga möguleika, það er bæði bar inni í salnum og fyrir utan hann, snyrtileg salernisaðstaða og það sem er það allra besta er að maður getur komið með allt sjálfur og er ekki háður því að kaupa mat né vín frá þeim. Ég var með mjög skýra sýn á hvernig ég vildi hafa salinn skreyttan og fékk góðfúslegt samþykki frá spúsa mínum :) Myndirnar tóku ljósmyndararnir Rakel Ósk Sigurðardóttir og Ernir Eyjólfsson

Símamyndir frá undirbúningi og annað skemmtilegt

  • Við vorum með myndakassa frá Instamyndum sem var algjör snilld. Ég mæli 100% með því.

  • Vinkona mín gerði æðislegt "tíma"- skilti fyrir okkur sem við vorum með á trönum.

  • Því miður gleymdi ég að taka almennilega mynd af sætaskipuninni en við límdum marmarafilmu á ónýtan spegil og límdum skipunina þar á.

  • Við leigðum sætaáklæði hér og það gerði ótrúlega mikið fyrir salinn.

  • Mig vantar líka mynd af sviðinu en fyrir aftan sviðið vorum við með ljósafoss sem poppaði sviðið mjög flott upp.

Ef þið misstuð af blogginu um brúðartertuna þá má finna það hér.

Næst kemur eftirréttahlaðborðið :D

#Brúðkaup

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar