Döðlukonfekt

Önnur tilraun í jólatoppagerð með Sterkum Djúpum gekk ekki alveg upp, blandan féll hjá mér og topparnir lyftu sér ekki :(

Ég bakaði þó allt "deigið" í staðin fyrir að henda því og það var syndsamlega gott! Ég ætla því ekki að gefast upp á þessari hugmynd, ég ætla að fínpússa uppskriftina aðeins og gera aðra tilraun. En þar sem tilraun tvö gekk ekki alveg að óskum þá ætla ég að gefa ykkur uppskrift af geggjuðu döðlukonfekti í staðin. Svona döðlugott hefur verið vinsælt lengi og margir sem eiga sína uppáhalds uppskrift. Ég smakkaði þetta góðgæti hjá vinkonu minni fyrir um 6 árum síðan og hef haldið mig við hennar uppskrift þar til um helgina en þá prófaði ég að breyta aðeins til og niðurstaðan var vægast sagt dásamleg :) Ég lofa ykkur því að þetta mun klárast á núll einni þannig að ég mæli með að tvöfalda uppskriftina, ég geri það allavega pottþétt næst :)

Nýja uppskriftin hljómar svona:

250 g döðlur - Klipptar niður í bita 100 g púðusykur

100-120 g smjör (smekksatriði) 1 poki Freyju Hrískúlur með karamellu* 100 g suðusúkkulaði *Það er í góðu lagi að nota venjulegar hrískúlur, ég ákvað að nota karamellu til að ýkja bragðið á döðlukaramellunni. Brjótið Hrískúlurnar og setjið til hliðar. (Ég setti þær í lokaðan plastpoka og renndi yfir þær með kökukefli og sigtaði svo minnsta mylsnuna frá).

Bræðið púðursykur og smjör saman í potti.

Bætið döðlunum saman við og bræðið þetta allt saman þar til blandan er orðin eins og karamella.

Ef það er mikið smjör sem skilur sig frá þá er gott að hella mestu af.

Takið pottinn af hellunni og blandið Hrískúlunum saman við, súkkulaðið mun bráðna saman við kramelluna og gefa henni extra gott bragð.

(Það skemmir ekki að leyfa karamellunni að kólna örlítið fyrir þetta skref til að allt blandist fullkomlega saman, ef smjör skilur sig frá þá hellið þið því bara af). Fletjið blönduna út á plötu og kælið. Bræðið suðusúkkulaði og hellið yfir blönduna, kælið. Takið döðlukonfektið úr kæli, leyfið því að standa í smá tíma og skerið svo í jafna og fallega bita.

(Það er mjög vinsælt að hafa döðlugott í frekar þykkum kubbum, ég lærði þó af vinkonu minni að hafa bitana frekar þunna, í konfektbitastærð. Ef þið viljið þykkari bita þá notið þið bara minna form þegar þið fletjið blönduna út og hafið hana þykkari. Ég mæli þó vafalaust með því að hafa bitana eins og konfektmola ;) ) Tips: Ég skar hluta af konfektinu í pínkulitla bita og setti út á ís, það var vægast sagt to die for. Þið einfaldlega verðið að prófa það. Það gæti til dæmis verið fullkomið með jólaísnum um jólin!

#uppskrift #Jólakonfekt

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum