Hindberjatoppar með sterkum Djúpum

Mínar uppáhalds-jólasmákökur eru lakkrístoppar (fyrir utan gamla góða hálfmánann sem er aðallega uppáhalds nostalgíunar vegna). Mitt uppáhaldsnammi eru sterkar Djúpur. Hvað er þá annað í stöðunni en að henda sér í smá tilraunarstarfsemi og blanda þessum tveimur góðgætum saman í hina fullkomnu blöndu :) Áður en ég prófa að gera hina basic lakkrístoppauppskrift langar mig til að prófa eitthvað meira nýtt og spennandi.

Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með framgangi tilraunanna og hvet ykkur eindregið til að prófa og dæma svo sjálf um hvað ykkur finnst best ;) Nokkur lykilatriði þurfa að vera á hreinu áður en hafist er handa.

Nr. 1 - Nota handþeytara eða hrærivél til verksins (nema þið elskið sjálfspíningu) Nr. 2 - Öll áhöld þurfa að vera tandurhrein, minnsta fita getur haft áhrif á hvernig eggjahvítan þeytist. Ég mæli með skrúbba allt með sítrónu. Nr. 3 - Passa að engin eggjarauða laumist með hvítunni.

Fyrsta tilraun: Marengstoppar með hindberjasósu og sterkum djúpum.

Okay, þessir toppar heppnuðust vonum framar... hvað þeir eru góðir...þið eiginlega verðið að prófa þessa! Útlit: Sjúklega fallegir og jólalegir. Bragð: Hindberin gefa toppunum ferskan blæ og sterku djúpurnar gefa gott contrast á móti. Áferð: Stökkir að utan og mjúkir að innan. Erfiðleikastig: Létt-Meðal. Þetta er alls ekki flókið, það er bara smá auka vinna að búa til hindberjamaukið og skera djúpurnar.

Uppskrift

1 bolli frosin hindber 1 msk sykur

sítrónusafi (má sleppa) 1 poki sterkar djúpur

3 stórar eggjahvítur (ca. 120 g) 1 bolli sykur

1/4 tsk cream of tartar (má sleppa) 1 tsk kornsterkja (maizenamjöl) Sjóðið saman frosin hindber og sykur, kreistið smá sítrónusafa með. Sjóðið þar til öll berin hafa brotnað niður. Sigtið fræin frá og kælið.

Saxið sterkar djúpur og setjið til hliðar. Hitið ofninn í 145°C og setjið bökunarpappír á plötu. Þeytið eggin í hreinni skál með cream of tartar. Þegar eggin eru farin að freyða má bæta sykrinum saman við í þremur skömmtum, þeytið vel á milli. Þeytið þar til sykurinn er leystur upp og stífir toppar myndast. Sigtið kornsterkju saman við og blandið vel saman við. Setjið hindberjasósuna og djúpurnar ofan á marengsinn og blandið lauslega saman við. Notið skeiðar til að búa til litla toppa á bökunarplötuna. Bakið í miðjum ofni á undir- og yfirhita í ca. 25 mínútur (munið að enginn ofn er eins þannig að fylgist vel með toppunum. Það er sniðugt að byrja á að baka 2-3 toppa til að finna út hversu lengi topparnir þurfa að vera inni).

Því miður gleymdi ég að taka myndir af fallegu skálinni áður en ég fór með hana á skólaskemmtun en þar ruku topparnir strax út.

Næsta tilraun kemur inn á morgun, fylgist með ;)

#jólasmákökur #uppskrift #marengs

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum