Wilton 3D boltaform

Mitt uppáhalds bökunarform er boltaformið frá Wilton. Ég keypti mér það þegar ég bjó í Bandaríkjunum og er því búin að eiga það í nokkur ár. Það sem ég elska mest við þetta form er hversu ótrúlega margar og skemmtilega ólíkar kökur er hægt að gera með því.

Ég hef sjálf notað mitt mörgum sinnum og er einnig búin að lána það til vinkvenna og það sér varla á því, það þarf bara að passa að setja það ekki í uppþvottavélina ;)

Til að gefa ykkur hugmynd um hversu mikil snilld þetta form er þá langar mig til að sýna ykkur nokkrar kökur sem ég hef gert og svo nokkrar skemmtilegar hugmyndir af Pinterest.

Mínar kökur

Og nokkrar skemmtilegar hugmyndir af Pinterest

Ég athugaði með hvar hægt er að fá formið hérna heima og sá að það fæst í Allt í Köku á Smiðjuvegi og á heimasíðunni þeirra hér. Svo er bara að nota hugmyndaflugið og gera eitthvað nýtt, flott og skemmtilegt..... það er svo ótrúlega gaman :)

#Barnaafmæli

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum