Súkkulaðikaka með Freyju Draumi

Ég gerði þessa gómsætu súkkulaðiköku með Freyju Draumi um helgina og lofaði að setja uppskriftina strax inn. Hér kemur hún loks. Þessi súkkululaðikaka er algjört sælgæti... .... það þarf allavega ekki mikið annað sætt á borðið ef maður hendir í þessa. Kakan sjálf inniheldur kökumix og munu eflaust einhverjir taka andköf yfir því :)

En staldrið aðeins við því það þarf ekki að vera svo slæmt, það er vel hægt að gera Bettý-kökur að dýrindis köku!

Þó ég kjósi að gera flestar mínar kökur frá grunni þá finnst mér ekkert að því að nota kökumix endrum og eins.... .....en ef ég nota kökumix sjálf þá reyni ég að "lúxus-a" kökurnar svolítið upp með auka hráefnum eins og ég gerði hér. Ég lofa ykkur því að þessi kaka er alveg skotheld! Það getur hver sem er gert hana og borið hana fram með stolti.

Súkkulaðikaka

1 pakki Bettý Devils Food mix* 1 pakki Royal súkkulaðibúðingur

1 bolli sýrður rjómi 1/2 bolli mjólk

115 g bráðið smjör 4 stór egg

1 pakki Freyju Smá Draumur (saxað) Krem

115 gr smjör 2 bollar sykur

1/2 bolli rjómi** 1-2 tsk vanilludropar 100 g súkkulaði (saxað) 70 g Freyju Draumur (saxað) (Mjólk til að þynna, ef vill) Ef þið viljið... þá einnig: Freyju Draumur, Hrís og jarðaber til skreytinga.

* Ef þið finnið ekki Devils Food mix þá má líka nota Chocolate fudge mix

** Má skipta út fyrir mjólk Aðferð - kaka Hitið ofninn í 160°C og smyrjið formið vel.

Uppskriftin passar í 2x 21 cm form eða stærri form. Ég notaði 23 cm form og notaði afganginn af deiginu í muffinskökur. Blandið þurrefnunum vel saman og bætið síðan sýrðum rjóma, mjólk, smjöri og eggjum saman við. Hrærið fyrst öllu rólega saman og aukið síðan hraðan örlítið og hrærið í ca. 1 - 11/2 mínútu. Deigið er frekar þykkt, alls ekki hræra of lengi því þá verður kakan þurr en passið þó að allt sé vel blandað saman. Stráið smá hveiti yfir saxaðan Drauminn til að koma í veg fyrir að hann sökkvi á botninn. Mér finnst best að setja súkkulaðið í sigti, strá hveiti yfir og sigta svo afganginn burtu. Blandið svo Drauminum saman við deigið.

Stráið hveiti yfir Draumabitana

Setjið deigið í smurt bökunarformið, sléttið vel úr því og bakið kökuna í miðjum ofni í ca. 30 mínútur.

(Þar sem enginn ofn er eins þá mæli ég með að þið byrjið að fylgjast vel með kökunni þegar kökuilmurinn fer að berast um eldhúsið, kakan er tilbúin þegar hún er farin að skilja sig frá forminu og prjónn kemur hreinn úr miðjunni).

Leyfið kökunni að kólna í forminu í um 10 mínútur áður en þið takið hana úr, látið hana svo kólna alveg á grind.

Aðferð - krem Setjið smjör, sykur og rjóma saman í pott og hitið upp að suðu. Látið malla þar til allur sykurinn er leystur upp. Bætið vanilludropum og súkkulaðinu saman við. Ég beið aðeins með að setja Drauminn í því ég vildi hafa chunky bita í kreminu, en það er óþarfi ef þið viljið hafa kremið slétt og fínt. Ef ykkur finnst kremið þykkt, bætið þá rjóma eða mjólk við að vild. (Ég setti smá skvettu af léttmjólk til að þynna það örlítið áður en ég setti kremið á kökuna). Kremið er svolítið eins og glassúr og myndar "húð" þegar það kólnar, ég mæli því með að hella því strax yfir kökuna þegar það er tilbúið en gætið þess þó að kakan hafi kólnað alveg. Kíkið á video-ið til að sjá hvernig kremið er búið til.

Kakan er mjög girnileg ein og sér með kreminu eins og má sjá á efstu myndinni. En þið getið líka saxað afgangs Draumabitana og dreift þeim yfir kökuna áður en hún er borin fram til að gefa henni eitthvað aðeins extra. Mig langar samt líka að sýna ykkur svakalega auðvelda leið til að breyta venjulegri köku í glæsilega veislutertu en þetta er hægt að gera við hvaða köku sem er.. ....hér raðaði ég einfaldlega Smá Draumi í kringum tertuna, hellti svo Hrískúlum yfir allt og tyllti jarðaberjum ofan á. Þetta tók í mesta lagi 5 mínútur og þið getið notað nær hvaða nammi og ávext/ber sem er.

Ég þurfti 2 kassa af Draumi til að skreyta 23 cm köku, var með einn Hrískúlu-poka og eina öskju af jarðaberjum. ​

Góða skemmtun og njótið vel! :)

#uppskrift

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar