Halloween

Halloween er haldinn hátíðlegur þann 31. október ár hvert. Dagurinn lendir á mánudegi þetta árið og er því líklegt að mestu hátíðarhöldin fari fram um helgina. Í mjög grófum dráttum má rekja uppruna Halloween til fornrar hátíðar Kelta á Írlandi sem kölluð var Samhain. Hátíðin var haldin til að marka lok uppskerutímans og upphaf vetrarins. Keltar trúðu því að á þessum degi, 31. október, urðu skilin á milli lifenda og dauða óskýr, þá kveiktu menn bál og klæddu sig upp í búninga til að hrekja burtu þá drauga sem snéru til jarðar. Síðar varð þessi hátíð undir áhrifum Kristinnar hátíðar sem kölluð var Hallowmas en þá voru dýrðlingar heiðraðir og beðið var fyrir sálum sem voru ný fallnar frá og ekki enn komnar til himna. Halloween ("holy evening") náði ekki til Norður Ameríku fyrr en löngu síðar og náði þar ekki rótfestu fyrr en um miðja 19. öld en þar hefur hátíðin þróast yfir í það sem hún er í dag, haldin jafnt af trúuðum og trúleysingjum. En yfir í það sem skiptir meira máli..... ....Ef ykkur langar til að taka þátt í gleðinni um helgina og bjóða upp á eitthvað hressilegt, þá tók ég saman nokkrar skemmtilegar og auðveldar hugmyndir af Pinterest :) Ég setti smá texta við hverja mynd en endilega smellið á myndirnar til að fá betri upplýsingar.

Jack Skellington

Jack Skellington: Það eru reyndar ekki góðar leiðbeiningar af þessari á Pinterest en þetta þarf ekki að vera flókið. Þessa köku er bæði hægt að gera með sykurmassa og smjörkremi og eiginlega það eina sem þarf er svartur matarlitur. Ef þið kjósið að nota smjörkrem þá er stútur nr. 3, 4 eða 5 líklega bestur en það er líka bara hægt að klippa pínulítið gat á sprautupokann og teikna þetta svo fríhendis. Ef þið kjósið sykurmassann, þá skal fletja út hvítan og svartan massa, þekja kökuna með þeim hvíta og skera út augu, nef og munn með þeim svarta ;)

kóngulóa-smákökur

Kóngulóasmákökur: Það eru frábærar útskýringar á þessum kökum ef þið klikkið á myndina á Pinterest. En svona í fljótu bragði þá getið þið bakað uppáhalds súkkulaðibitasmákökuna ykkar, brætt svo súkkulaði yfir vatnsbaði og sprautað lappir á alla súkkulaðibitana þegar kökurnar hafa kólnað.

Hnífur og blóð

Hnífakaka: Þessi kaka finnst mér frábær, hún er svo súper einföld. Bakið uppáhalds kökuna ykkar og smyrjið á hana hvítu smjörkremi. Rauða kremið getið þið annað hvort gert með því að bræða hvítt súkkulaði og lita það rautt eða gera blautan glassúr, hellið kreminu svo á miðja kökuna og dreifið úr því með spatúlu og látið það leka rólega niður kökuna. Stingið svo hnífi í miðja kökuna og voila!

Oreo-Skrímsli

Oreo-skrímsli: Þetta er algjör snilld og svo sjúklega auðvelt líka! Hér er Oreo kexi raðað saman með súkkulaðikremi og svo má eflaust klippa bara niður sykurpúða til að búa til tennur og klær og þá er skrímslið tilbúið :)

Kóngulóavefur á bollakökur

Kóngulóavefur: Þessar finnst mér fallegastar. Ef þið eruð með aðeins fágaðara boð þá myndi ég velja þessar :D Klikkið á myndina í Pinterest og þá fáið þið mjög góðar leiðbeiningar.

Góða skemmtun og munið að njóta ;)

#pinterest #halloween

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum