2 og 6 ára afmælisveisla

Það var mikið fjör hér um helgina þegar að bræðurnir héldu upp á 2 og 6 ára afmælin sín. Það er jú fátt skemmtilegra en þegar fjölskyldan kemur öll saman til að gleðjast :) Sá eldri vildi fá Picachu köku þetta árið..... eðlilega þar sem Pókemon er að taka yfir heiminn! Sá yngri er mikill dýrakall og fékk því köku með nokkrum skemmtilegum dýrum. Ég var ekki að fara neitt fram úr mér að þessu sinni og hafði kökurnar frekar í einfaldara sniðinu því undirbúningstíminn var ekki mikill þetta árið..... en þær komu vel út og börnin voru ánægð :) Kakan hans Frosta: Súkkulaðikaka með súkkulaðimús-kremi, skreytt með Rískubbum, Freyju Hrís, smjörkremi og sykurmassadýrum.

Það er svo mikil snilld að geta nýtt nammi til að auðvelda sér vinnuna, það gerir kökurnar líka oft extra girnilegar ;) Hér raðaði ég Freyju Hrískúlum neðst og svo Rískubbum hringinn í kringum kökuna (ofan á þunnt lag af kremi). Grasið er sprautað með gras-stút frá Wilton nr. 233.

Kakan hans Stefáns Arnars: Gamla góða Hershey's súkkulaðikakan skreytt með smjörkremi. Picachu er sprautaður með hringstút númer 3 og stjörnustút nr. 14 frá Wilton og hliðarnar með stjörnustút nr. 21.

#Barnaafmæli

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum