Vertu velkomin rútína...

12/09/2016

Eftir frábært sumar og mjög svo annasamar síðastliðnar vikur þá er rútínulífið blessunarlega að komast aftur á. Við fjölskyldan erum flutt í nýtt hverfi sem hefur þýtt miklar breytingar fyrir ungu mennina á heimilinu, sá elsti var að skipta um skóla, miðjan að byrja í sex ára bekk og sá yngsti að hefja leikskólaferil sinn. Þetta eru mikil og stór skref hjá litlu molunum og aðlögunin oft erfið en sem betur fer er þetta allt á réttri og góðri leið :) 

Sumarið okkar var frábært og bar þar hæst brúðkaupið okkar þann 20. ágúst síðastliðinn. Sumarið einkenndist svolítið af undirbúningi fyrir stóra daginn en við vorum þó líka mjög dugleg að ferðast um fallega landið okkar. 

Ég veit fátt skemmtilegra en að skipuleggja og undirbúa stórar veislur þannig að það má með sanni segja að ég hafi verið í essinu mínu síðustu mánuði :) 

Ég á enn eftir að fá myndirnar úr brúðkaupinu og því lítið sem ég get sýnt ykkur núna en ég get ekki beðið eftir að deila þessu með ykkur og þá sérstaklega eftirréttahlaðborðinu sem var jú eitt það allra mikilvægasta ;) 


Hér er ein behind the scenes mynd úr myndatökunni :) 

  

Please reload

Nýlegar færslur

March 31, 2018

September 10, 2017

September 2, 2017

August 20, 2017

Please reload

Leitarorð
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar