17. júní kaffi

Ég mæli með að þið hendið í þessa fyrir 17. júní kaffið :)

Svampkaka með rjóma 4 stór egg

1/2 bolli (115 g) sykur

1 bolli (115 g) hveiti Rjómi (Vanillusykur - þeyttur með rjómanum)

Fersk ber

  • Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið plötu eða hringlaga form og sníðið bökunarpappír ofan í og smyrjið hann einnig lauslega.

  • Þeytið egg og sykur saman í hitaþolinni skál þar til vel blandað. Setjið þá skálinni yfir pott með sjóðandi vatni og haldið áfram að þeyta þar til deigið verður þykkt og ljóst. Takið skálina af pottinum og þeytið áfram þar til deigið er orðið kalt aftur og myndar "spor" þegar deigið er látið dropa niður af þeytaranum.

  • Sigtið hveitið ofan á deigið og blandið því svo varlega saman við með skeið eða plastsleikju.

  • Hellið deiginu í tilbúið formið og sléttið eða hallið forminu fram og til baka til að jafna það út.

  • Bakið í miðjum ofni í ca. 12-15 mínútur ef þið viljið rúlla deiginu upp í rúllutertu en í 25-30 mínútur ef þið viljið "venjulega" botna. Til að athuga hvort að kakan sé tilbúin er gott að stinga prjóni í miðjuna og ef hann kemur hreinn upp er kakan bökuð.

  • Takið kökuna úr forminu, setjið hana á bökunarpappír og stráið sykri yfir.

  • Fyllið kökuna með þeyttum rjóma og berjum (eða annarri fyllingu) og rúllið henni upp eða setjið hana saman.

Fyrir 17. júní er ekki vitlaust að skreyta kökuna með rjóma, hindberjum og bláberjum til að fá fánalitina í kökuna ;)

#uppskrift

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum