Nýtt á Kakan Mín

Ég elska að baka, ég elska að fræðast um bakstur og mest af öllu elska ég að skreyta kökur. Ég veit að það eru margir þarna úti með sömu ástríðu og því hefur verið draumur hja mér að gera bloggsíðuna gagnvirkari. En þar sem ég sé um síðuna alfarið sjálf þá þarf ég oft að yfirstíga ansi margar hindranir áður en ég sé hugmyndirnar mínar verða að veruleika. Eeeeen nú er fyrsta skrefinu náð, jeij! Nú er Kakan mín komin með eiginn Instagram reikning og þar mun ég vera mjög dugleg að pósta inn allskonar kökutengdum myndum. Og nú getið þið einnig og megið endilega nota hashtag-ið #kakanminblog á myndir sem þið póstið af kökum og öðru góðgæti sem þið eruð að gera. Myndirnar munu þá birtast hér á bloggsíðunni. Svona getum við safnað myndunum okkar saman í góðan íslenskan "kökumyndabanka" ;) Einnig væri gaman að fá innsendar uppskriftir eða fróðleiksmola sem ég mun svo setja inn á ykkar nafni og eins ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið vita eitthvað sérstakt um kökuskreytingar eða annað þá geri ég mitt besta að svara því í ítarlegu bloggi :)

Hlýjar kveðjur til ykkar allra og takk fyrir vera með! Margrét Th.

#Instagram

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum