Clay art Cake

Þessi video eru bara alltof geggjuð til að deila þeim ekki. Ég hef ekki tölu á því hvesu oft ég hef horft á þau og ég er alltaf jafn undrandi yfir þessum meistaraverkum. Hér er verið að vinna með "stabíliseraðan" þeyttan rjóma og er tæknin kölluð clay art, en hugmyndin er að nota rjómann og snúningsbrettið til að líkja eftir keramikgerð. Það er kokkaskóli í Malasíu sem sérhæfir sig í þessari list og ef þið hafið eins gaman af þessu og ég þá getið þið fylgst með þeim hér og horft á fleiri myndbönd frá þeim hér. Ég mæli þó með að lækka í tónlistinni því hún er með verra móti ;)

Njótið! :)

#kökuskreytingar

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum