Kaka ársins og konudagurinn

Ég á það til að setja samasem merki á milli konudagsins og Köku ársins. Það hefur verið óskrifuð regla hér á heimilinu að kaupa tertuna þennan dag. Í ár verður því þó seinkað þar til á afmælinu mínu þar sem ég er enn með ofnæmispésann minn á brjósti en kakan er stútfull af mjólkurvörum og því get ég ekki fengið að smakka hana alveg strax. Í fyrra skrifaði ég dágóðan pistil um keppnina og Köku ársins 2015, endilega kíkið á það hér. Keppnin í ár var í samvinnu við Nóa Siríus og var það Henry Þór Reynisson hjá Reyni bakara sem bar sigur úr býtum og á heiðurinn af Köku ársins 2016. Kakan er lagskipt með súkkulaðisvampbotni, mjólkursúkkulaðimús, nizzakremfyllingu og Earl grey tei. Að utan er hún húðuð með mjólkursúkkulaði.

Ég hlakka til að smakka!

#kakaársins

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum