Kaka ársins og konudagurinn

21/02/2016

Ég á það til að setja samasem merki á milli konudagsins og Köku ársins. Það hefur verið óskrifuð regla hér á heimilinu að kaupa tertuna þennan dag. Í ár verður því þó seinkað þar til á afmælinu mínu þar sem ég er enn með ofnæmispésann minn á brjósti en kakan er stútfull af mjólkurvörum og því get ég ekki fengið að smakka hana alveg strax.

Í fyrra skrifaði ég dágóðan pistil um keppnina og Köku ársins 2015, endilega kíkið á það hér. 

Keppnin í ár var í samvinnu við Nóa Siríus og var það Henry Þór Reynisson hjá Reyni bakara sem bar sigur úr býtum og á heiðurinn af Köku ársins 2016. 
Kakan er lagskipt með súkkulaðisvampbotni, mjólkursúkkulaðimús, nizzakremfyllingu og Earl grey tei. Að utan er hún húðuð með mjólkursúkkulaði.
 

 Ég hlakka til að smakka! 

 

Please reload

Nýlegar færslur

March 31, 2018

September 10, 2017

September 2, 2017

August 20, 2017

Please reload

Leitarorð
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum