Bolla Bolla!

Ó mæ, elsku Bolludagurinn runninn upp, ég viðurkenni að hann er einn af mínum uppáhalds! Við strákarnir tókum forskot á sæluna í gær og bjuggum til bollur í eftrrétt eftir kvöldmatinn. Við höfðum "bolluhlaðborð" og allir gátu sett saman sína uppáhalds bollu :D

Á bolluborðinu okkar var hægt að fá sér: Banana Jarðaber Lakkrískurl Saxaðar möndlur Oreo-mús Rjóma Jarðaberjasultu Hindberjasultu Suðusúkkulaði Karamellu Og Nutella gleymdist inn í skáp! Það verður með í kvöld :D

Bolla með jarðaberjasultu, banana, ferskum jarðaberjum, karamellusósu, Oreo-mús, suðusúkkulaði og söxuðum möndlum...Nammmmm....

Eigið góðan dag og munið að það má alveg leyfa sér stundum ;)

#bolludagurinn

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum