Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár elsku þið og takk fyrir samfylgdina hérna á Kakan mín síðasta árið. Bloggið varð eins árs núna um jólin og það er virkilega gaman að sjá hvað það eru margir farnir að fylgjast með :) Nú er rútínulífið að komast á aftur á flestum heimilum og ég efast ekki um að fleiri en ég taki því fagnandi. Eins dásamlegt og það er að komast í frí þá er líka alltaf gott að koma börnunum og fjölskyldunni aftur í fasta rútínu, þannig líður okkur allavega best :) Næsta verkefni hér á heimilinu er 7 ára afmæli hjá frumburðinum þann 17. janúar og er spenningurinn eftir því. Afmælisdrengurinn er búinn að óska eftir að fá Star Wars afmælisköku og ég verð að viðurkenna að ég er bara nokkuð spennt að takast á við þá áskorun. Við munum svo bara sjá hvernig útkoman verður eftir rúma viku.... ;)


Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum