Jólakonfekt - Marsipankúlur

Hér er uppskrift af dásamlega fallegum konfektmolum sem ég gerði um daginn, þeir eru bæði sparilegir og góðir :) Það er alveg kjörið að bjóða upp á þessa gómsætu mola í jólaboðinu.

Marsipankúlur með hvítu súkkulaði, sítrónu og hindberjum 120 - 150 g Odense marsipan ½ sítróna (safi og börkur) 75 g Hvítt súkkulaði 1til 1 1/2 dl flórsykur.

100 g Hvítt súkkulaði til að hjúpa

Þurrkuð hindber Smá hint áður en þið byrjið: Ég mæli með að byrja á ca. 120 g af marsipani og einum dl af flórsykri, ef blandan er of blaut bætið þá fyrst við meira marsipani og svo flórsykri og smakkið þetta til. Ég mæli líka með að hafa sítrónuna frekar minni en stóra.

  • Hrærið marsipanið í hrærivél, þannig að það mýkist.

  • Kreistið safann úr hálfri sítrónu og rífið börkinn með rifjárni (hér er mjög mikilvægt að aðeins gula af berkinum fari með, alls ekki beiski, hvíti hlutinn).

  • Bætið safanum og berkinum saman við marsipanið.

  • Bræðið 75 g af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði og blandið við marsipanið.

  • Sigtið flórsykur og bætið honum við smátt og smátt.

  • Setjið í kæli í um minnst 30 mínútur.

  • Búið til litlar kúlur og hjúpið þær með tempruðu hvítu súkkulaði.

  • Skreytið með þurrkuðum hindberjum og sítrónubörk.

Þurrkuðu hindberin eru mikilvæg þó svo að þau séu aðeins notuð til að skreyta. Það er blandan af sítrónunni og hindberjunum sem gera þennan konfektmola spennandi og áhugaverðan. Ég fann þurrkuð ber hvorki í Krónunni né Hagkaup og nennti alls ekki í aðra búð, þannig að ég brá á það ráð að kaupa morgunkorn með þurrkuðum berjum og týndi hindberin úr.....

.....maður reddar sér ;)

Verði ykkur að góðu!

#Jólakonfekt

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum