Mína Mús

Bróðurdætur mínar héldu upp á afmælin sín síðustu helgi, sú eldri varð þriggja ára og sú yngri eins árs. Þær bræða öll hjörtu og mér þykir óendanlega mikið vænt um þær.

Þrátt fyrir mikið annríki síðustu vikur þá tókst mér að búa til smá tíma til að gera afmælisköku fyrir þær. Mér finnst mjög gaman að fá stundum að gera "stelpulegri" afmæliskökur þar sem strákarnir mínir biðja alltaf um ofurhetjukökur. Ég vildi þó að ég hefði haft aðeins meiri tíma til að dúlla mér í kökunni en systurnar voru glaðar og það er jú það sem skiptir mestu máli :)

Kakan er Hershey's súkkulaðikaka og skreytt með smjörkremi.

Stútar sem ég notaði í þessa köku eru Wilton stútar nr. 14, 16, 3, 5, 12 og 104.

#Barnaafmæli #smjörkrem

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum