Hrískaka með bananarjóma og salthnetum

07/11/2015

Hér er uppskrift af dásamlega góðri köku sem ég gerði um daginn. Ekki skemmir heldur fyrir hvað hún er auðveld í framkvæmd. Það má einnig spara sér tíma með því að gera botninn nokkrum dögum áður en bera á kökuna fram og setja svo rjómann á samdægurs. 
 


Rice Krispies uppskriftin (botninn) er frá góðri vinkonu og er að mínu mati sú allra besta. 

Botn


100 gr suðusúkkulaði
200 gr dökkur hjúpur
100 gr smjör
1 lítil græn dós af sírópi
1 pakki Rice Krispies 

-Bræðið allt saman í potti og blandið svo Rice Krispies saman við. Magn af Rice Krispies fer alveg eftir smekk hvers og eins, byrjið kannski á að setja hálfan pakkann út í, blandið vel við súkkulaðið og bætið svo meira við af vild, allt eftir því hversu djúsí þið viljið hafa kökuna. 

-Setjið Rice Krispies í hringlaga form og kælið. 

Restina má nota í stakar Rice Krispies kökur og til að gera þær extra gómsætar er gott að blanda lakkrísbitum og salthnetum saman við ;)

 

Ofan á: 

500 ml rjómi (þeyttur)

3 þroskaðir bananar (frekar stórir)
1-2 msk af flórsykri 

1/2 - 1 tsk  af vanillu 
(þið getið líka sett vanillusykur í staðin fyrir flórsykur+vanillu)


-Þeytið rjómann og stappið bananana. Blandið svo öllu varlega saman með sleikju.


Salthnetur 
Karamellusósa

suðusúkkulaði

 

-Saxið salthnetur og setjið til hliðar.
-Hitið karamellusósuna yfir vatnsbaði svo að hún verði mjúk (getið bætt örlitlum rjóma með ef þið viljið). 

-Bræðið suðusúkkulaði yfir vatnsbaði. 

- Leyfið karamellunni og súkkulaðinu að kólna aðeins og setjið svo yfir rjómann. Skreytið með salthnetum. 
 

 

Verði ykkur að góðu! :)

 

Please reload

Nýlegar færslur

March 31, 2018

September 10, 2017

September 2, 2017

August 20, 2017

Please reload

Leitarorð
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum