Afmælisveisla - 5 ára og 1 árs
Um helgina héldum við upp á fyrstu tvöföldu afmælisveisluna hér á bæ, en miðjan okkar átti 5 ára afmæli þann 28. september og daginn eftir átti sá yngsti eins árs afmæli.
Við buðum fjölskyldunni í veislu í gær og svo fengu leikskólavinirnir að koma í ofurhetjuafmæli í dag, það er því heldur betur búið að vera fjör hér um helgina :)
Þetta afmæli var svolítil áskorun fyrir mig því mig langaði til að gera sitthvora afmæliskökuna fyrir drengina og aðra rétti með. Það var því mikilvægt að detta ekki í einhverjar brjálaðar kökur. Sá eldri vildi fá enn eina ofurhetjukökuna en ég gat bara ekki hugsað mér að gera enn aðra Batman- eða Súpermankökuna. Eftir miklar vangaveltur komumst við að sameiginlegri niðurstöðu og ákváðum að gera marglita nammiköku sem endaði í "leikrænni" Skittlesköku.
Sá yngri hefur enn ekkert um þetta að segja og ég fékk því algjörlega frjálsar hendur þar :)

