Kaffiboð á 17. júní?

16/06/2015

Hér koma tvær dásamlegar mjólkur- og eggjalausar uppskriftir til viðbótar. Ég bauð í kaffi um síðustu helgi og henti í hjónabandssæluna sem ég setti hér inn um daginn og bætti svo við eggja- og mjólkurlausu bananabrauði og amerískum pönnukökum.  

 

Eggja- og mjólkurlaust bananabrauð 

 

5 dl hveiti/spelt                                                                    

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

3 þroskaðir bananar

3/4 - 1 dl púðursykur

1/2 dl haframjólk (eða önnur mjólk)

1/2 - 1 dl saxaðar döðlur (má sleppa)

1/2 - dl sesamfræ eða önnur fræ (má sleppa)

 

  • Blandið þurrefnunum saman. 

  • Stappið bananan. 

  • Blandið mjólk og banana saman við þurrefnin. Ef deigið er of þurrt má bæta smá mjólk við. 

  • Saxið döðlur og setjið þau saman við deigið ásamt fræjunum. 

  • Setjið í form og bakið í ca 35-45 mín við 190°C.

 

Fyrir okkur sem erum á mjólkurlausu fæði þá mæli ég með að setja pestó á brauðið (til dæmis frá Sollu). Þið hin getið notið þess að setja gott lag af smjöri og jafnvel dass af osti ;)

 

Pönnukökur án mjólkur og eggja

 

2 bollar hveiti

2 msk sykur

5 tsk lyftiduft

Salt á hnífsoddi

2 bollar mjólk að eigin vali

4 msk matarolía

1 tsk vanilludropar

 

  • Blandið þurrefnunum saman og bætið síðan mjólkinni, olíunni og vanilludropunum saman við.

  • Hrærið þar til deigið er kekkjalaust. 

  • Bakið pönnukökurnar á meðalheitri pönnu með smá olíu. 


Pönnukökurnar eru alveg jafn góðar fyrir þá sem geta borðað allt :) Ég mæli með að bera þær fram heitar með ferskum berjum, sírópi og jafnvel nutella fyrir þá sem það mega :) 

 

 

 

 

 

Please reload

Nýlegar færslur

March 31, 2018

September 10, 2017

September 2, 2017

August 20, 2017

Please reload

Leitarorð
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum