Craftsy

Mig langar til að benda ykkur á alveg frábæra síðu: craftsy.com. Á síðunni er hægt að taka námskeið í nánast hvaða "föndri" sem er, allt frá prjóni, ljósmyndun, teikningu, skartgripagerð og jafnvel garðyrkju. Það sem mér finnst að sjálfsögðu áhugaverðast og vildi sérstaklega benda ykkur á eru námskeiðin í kökuskreytingum og bakstri.

Það koma um 4 til 6 ný námskeið inn á síðuna í hverjum mánuði og kostar hvert námskeið í kringum 20-50 dollara. En einnig eru í boði ýmis frí mini-námskeið, hér er til dæmis eitt um smjörkrem og hér um sykurmassa. Námskeiðin eyðast ekki út og er hægt að horfa á þau aftur og aftur auk þess sem maður getur stoppað og spilað myndbandið að vild og þannig lært á sínum eigin hraða. Á námskeiðunum er einnig spjallþráður þar sem hægt er að senda fyrirspurnir og læra af þeim sem eru að taka námskeiðin á sama tíma.

Námskeiðin eru kennd af mjög færum leiðbeinendum og get ég til dæmis nefnt hina áströlsku Sharon Wee sem er vel þekkt í kökuheiminum. Hún er algjör snillingur með sykurmassa og hefur m.a. gefið út æðislega bók með fallegum kökum og skemmtilegum sykurmassafígúrum.

#kökuskreytingar

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum