Craftsy

27/03/2015

Mig langar til að benda ykkur á alveg frábæra síðu: craftsy.com.

Á síðunni er hægt að taka námskeið í nánast hvaða "föndri" sem er, allt frá prjóni, ljósmyndun, teikningu, skartgripagerð og jafnvel garðyrkju. Það sem mér finnst að sjálfsögðu áhugaverðast og vildi sérstaklega benda ykkur á eru námskeiðin í kökuskreytingum og bakstri.

 

Það koma um 4 til 6 ný námskeið inn á síðuna í hverjum mánuði og kostar hvert námskeið í kringum 20-50 dollara. En einnig eru í boði ýmis frí mini-námskeið, hér er til dæmis eitt um smjörkrem og hér um sykurmassa. Námskeiðin eyðast ekki út og er hægt að horfa á þau aftur og aftur auk þess sem maður getur stoppað og spilað myndbandið að vild og þannig lært á sínum eigin hraða. Á námskeiðunum er einnig spjallþráður þar sem hægt er að senda fyrirspurnir og læra af þeim sem eru að taka námskeiðin á sama tíma.

 

Námskeiðin eru kennd af mjög færum leiðbeinendum og get ég til dæmis nefnt hina áströlsku Sharon Wee sem er vel þekkt í kökuheiminum. Hún er algjör snillingur með sykurmassa og hefur m.a. gefið út æðislega bók með fallegum kökum og skemmtilegum sykurmassafígúrum.

 

 

Please reload

Nýlegar færslur

March 31, 2018

September 10, 2017

September 2, 2017

August 20, 2017

Please reload

Leitarorð
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum