Gleðilegan Bolludag!
16/02/2015
Það er nú heldur betur veðrið í dag til að hanga inni og gúffa í sig rjómabollur ;)
Að þessu sinni voru bollurnar okkar fylltar með oreo-mús og hindberjahlaupi. Þetta eru hvort tveggja fyllingar sem ég nota mikið í kökurnar mínar.
Oreo-Mús
1 pakki Royal vanillubúðingur
1 bolli mjólk
1 bolli rjómi
1 pakki Oreo kex
Þeytið búðinginn, mjólkina og rjómann saman þar til búðingurinn verður nokkuð stífur. Myljið Oreo-kexið niður og blandið saman við búðinginn.
Hindberjahlaup
340 g frosin hindber
2/3 bolli vatn
1 bolli sykur
1 msk sítrónusafi
3 msk kornsterkja leyst upp í 1/4 bolla af vatni

Sjóðið hindber, vatn, sykur og sítrónusafa saman. Látið malla þar til hindberin eru öll leyst upp, í u.þ.b 15 mínútur. Skiljið safann frá fræjunum með sigti. Hitið safann aftur upp og blandið kornsterkju-blöndunni saman við og hrærið stöðugt í. Látið suðuna koma upp og látið malla í ca. 5 mínútur. Kælið í nokkrar klukkustundur, helst yfir nótt.
Drengirnir mínir sáu um bollurnar í ár, glæsilegt hjá þeim ekki satt? :)