Valentínusardagurinn

14/02/2015

Dagur ástarinnar er haldinn hátíðlegur í dag. Mörgum finnst afskaplega kjánalegt að vera að apa eftir Bandaríkjamönnum og halda sérstaklega upp á þennan dag. Valentínusardagur er þó ekki upphaflega amerískur heldur á hann uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Amerísku siðirnir eru vissulega ansi ýktir og við eigum það til að apa svolítið eftir þeim :) 
Sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar, það þykir mér fallegt. Dagurinn ætti fyrst og fremst að vera til að minna okkur á að hlúa vel að hvort öðru og sýna náunga okkar kærleik.

 

 

Það ætti til dæmis að vera alveg nóg að bæta við einum auka kossi yfir daginn eða hvísla falleg hvatningarorð...
... en fyrir þá sem vilja gera aðeins meira þá eru hér nokkrar skemmtilegar hugmyndir af pinterest ;)

Linkarnir fyrir ofan myndirnar færa ykkur inn á pinterest þar sem þið getið haldið áfram inn á uppskriftir og leiðbeiningar. 

Eigið góðan dag :* 

 

 

Súkkulaðikökuhjarta 

 

Súkkulaðihúðuð Jarðaberjahjörtu

 

Jarðaberjapinnar

 

Heit súkkulaðikaka 

 

Red Velvet bollakökur

 

 

Please reload

Nýlegar færslur

March 31, 2018

September 10, 2017

September 2, 2017

August 20, 2017

Please reload

Leitarorð
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum