Súkkulaðiskálar

Súkkulaðiskálar eru auðveld og skemmtileg leið til að taka eftirréttinn á næsta stig. Vinsælasta leiðin til að búa til þessar flottu skálar er að nota blöðrur en það er alls ekki nauðsynlegt. Það má vel nota skemmtilega skál eða annað ílát úr skápnum heima og fá þannig hvaða form sem maður vill.

Auðveldast er að nota súkkulaðihjúp en ef þið viljið nota alvöru súkkulaði er mjög mikilvægt að tempra það svo það haldist stöðugt og glansandi eftir að það storknar. Hér má finna góðar upplýsingar um temprun á súkkulaði.

IMG_9699.jpg

IMG_9703_edited.jpg

1. Þið þurfið skál/ílát og álpappír.

Byrjið á því að velja það ílát sem þið viljið nota. Gott er að ákveða fyrst hvað skal bera fram í skálinni og velja form við hæfi.

IMG_9671_edited.jpg

2. Setjið álpappír utan um glasið. Hafið álpappírinn nægilega stóran til að hluti af honum brettist inn í skálina. Sléttið eins og þið getið úr krumpunum.

IMG_9679_edited.jpg

3. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.

Gætið þess að ekkert vatn fari í súkkulaðið.

IMG_9686_edited.jpg

4. Það er þægilegt að setja súkkulaðið í sprautupoka, sérstaklega ef maður vill sprauta ákveðið munstur eins og til dæmis hringi. Það er þó ekki nauðsynlegt og vel hægt að láta súkkulaðið leka yfir skálina og nota skeið eða hníf til að dreifa úr því.

IMG_9688_edited_edited.jpg

5. Setjið skálina á hvolfi á smjörpappír og látið súkkulaðið yfir. Mikilvægt er að hafa botninn og brúnina sem skilur botn og hliðar að svolítið þykkar. Látið storkna.

Ef þið eruð í tímaþröng getiði sett skálina í kælinn í nokkrar mínútur eða út við kaldann glugga.

IMG_9692_edited_edited.jpg

6. Þegar súkkulaðið er alveg storknað er álpappírinn losaður frá brúnunum til að losa um glerskálina.

IMG_9693_edited.jpg

7. Því næst er skálin tekin varlega úr súkkulaðiskelinni.

(Passið að hafa ekki of heitar hendur þegar að þið eruð að gera þetta. Fínt að setja þær undir kalt vatn fyrst).

IMG_9695_edited.jpg

8. Takið álpappírinn varlega úr súkkulaðiskálinni og þá er hún tilbúin!

Brúnirinar geta brotnað að hluta en persónulega finnst mér það bara flottara :) Ef þið viljið ekki að það gerist þá getið þið skorið umfram súkkulaðið sem lendir á smjörpappírnum frá, áður en súkkulaðið storknar (skref 5) og hafa hliðarnar svolítið þykkari.

Skálarnar er hægt að fylla með hverju sem er, til dæmis ferskum ávöxtum með rjóma, súkkulaðimús, ís, búðingi, nammi og fleiru. Við fengum góða vini í mat um daginn og í eftirrétt buðum við upp á súkkulaðiskál með ís, ferskum berjum og karamellu-pipp-sósu. Þetta var algjört lostæti :)

IMG_4785.JPG

Góða skemmtun! :)

#eftirréttur

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar