Gleðilegt nýtt ár!

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka ykkur kærlega fyrir að fylgjast með hér á Kakan mín á árinu sem er að líða.

Party Decorations

Árið 2014 var skrítið ár, strembið í fyrstu en dásamlegt undir lokin. Það fór ekki mikið fyrir bakstrinum þetta árið því önnur verkefni tóku yfir. Fyrir utan yndislegar stundir með drengjunum mínum þá einkenndist árið fyrst og fremst af krefjandi námi og óléttu.

Í lok september kom þriðji gullmolinn okkar í heiminn. Drengurinn fæddist heima með hjálp ljósmæðra úr Björkinni, þetta var dásamleg stund sem gleymist aldrei. Hann Frosti okkar er afskaplega vær og góður og stóru bræðurnir eru yfir sig ástfangnir af honum og yndislega góðir við hann. Í október útskrifaðist ég svo með meistarapróf í jarðfræði, það er óhætt að segja að fæðing ritgerðarinnar hafi verið talsvert erfiðari en fæðing drengsins og því var mikil gleði hér á bæ þegar að náminu lauk.

Árinu 2015 er tekið fagnandi. Þetta verður árið sem ég ætla að njóta! Njóta þess að vera til, vera við fulla heilsu og njóta þess að eiga þessa yndislegu fjölskyldu sem ég á. Ég hlakka til að fara inn í þetta ár áhyggjulaus og skal tímanum að mestu varið með fjölskyldunni. Nú mun líka gefast meiri tími til að sinna "Kakan mín". Ég ætla að baka miklu mun meira, gera fleiri tilraunir í eldhúsinu og vera dugleg að setja inn efni hér á nýju síðuna. Ég vona að þið haldið áfram að fylgjast með og munið hafa bæði gagn og gaman af :)

Nýárskveðjur, Margrét Th.

#jól

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum