Áramótasprengja

Ég smakkaði alveg svakalega góða köku hjá vinkonu minni um daginn. Þetta er súkkulaðikaka með marengsmús, passion- og kókossultu og smjörkremi með hvtíu súkkulaði. Þetta er algjör himnasæla sem ég fékk góðfúslegt leyfi til að deila með ykkur :)

Ég hef alltaf borið fram köku eftir eftirréttinn á áramótunum, köku sem hægt er að snæða til dæmis yfir Áramótaskaupinu. Í ár er ég að hugsa um að gera þessa bombu. Þessi kaka er reyndar það mikið sælgæti að mögulega verður hún bara látin vera aðal eftirréttinn og svo verður bara snakk með Skaupinu :)

168367_161613523891310_4359711_n_edited.jpg

Kakan: 30 g dökkt súkkulaði

65 g kakó 230 gr smjör

2 1/4 dl soðið vatn 2 eggjarauður 1/2 dl rjómi 1 tsk vanilludropar 225 g hveiti 2 msk maisenna 325 g púðursykur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 2 egg

-Súkkulaði og kakó er sett saman í skál, soðna vatninu er síðan hellt yfir og hrært þar til súkkulaðið er bráðið. Setjið til hliðar. -Hrærið eggjarauður, vanilludropa og rjóma létt saman. Setjið til hliðar. -Hrærið smjör, hveiti, maisenna, sykur, matarsóda og salt saman í hrærivél. Bætið

eggjarjómablöndunni saman við og hrærið áfram. Bætið nú eggjunum við, einu í einu, og haldið áfram að hræra þar til deigið verður "fluffy".

-Súkkulaðiblöndunni er síðan bætt varlega saman við. -Bakið við 175° í 30-40 mín. Krem: 4 dl flórsykur 230 g smjör 200 g hvítt súkkulaði (bráðið) 1 msk vanilludropar Byrjið á því að hræra saman sykur og smjör, bætið síðan vanillu út í og síðast súkkulaðinu. Hrærið í góðan tíma á med-high hraða, þannig verður kremið loftkennt, létt og gott :)

*Fylling (marengsmús): 2 bollar rjómi 21 g (3/4 oz) kakó (unsweetened)

369 g (13 oz) dökkt súkkulaði (saxað) 113 g smjör (skorið í litla bita) 1 tsk vanilla salt á hnífsoddi 7 eggjahvítur 1/2 bolli sykur *Það dugir að helminga þessa uppskrift 1. hluti (ganache): -Setjið klaka í stóra skál og gerið ráð fyrir minni skál sem sett er ofan í. -Setjið saxað súkkulaði og smjörbitana saman í skál. Setjið til hliðar. -Blandið saman rjóma og kakói í miðlungsstóran pott og hitið upp að suðu (fulla suðu). -Takið af hitanum og hellið yfir súkkulaðið og smjörið. Látið standa óhreyft í 5 mínútur á meðan að rjóminn bræðir súkkulaðið. Hrærið þessu svo rólega saman með písk eða skeið þar til súkkulaðið og smjörið hefur bráðnað alveg og blandast fullkomlega saman við rjómablönduna. Best er að hræra út frá miðjunni. -Bætið vanillu og salti við og setjið síðan skálina í ísbaðið. Hrærið þar til að súkkulaðiblandan nær stofuhita. Gætið þess vel að EKKERT vatn komist í súkkulaðiblönduna og hrærið stöðugt í því annars geta myndast kekkir. Þegar blandan er kæld, skal taka skálina úr ísbaðinu og setja hana til hliðar.

2. hluti (marengs): -Þeytið eggjahvítur. Þegar þær eru orðnar "froðukenndar" skal bæta sykrinum hægt saman við og þeyta þar til stífir toppar myndast. -Byrjið á því að blanda 1/3 af súkkulaðiblöndunni saman við og svo restinni smátt og smátt. Blandið þessu varlega saman með sleikju. 3. hluti (sulta): Passionfruit og kókossulta frá Nicolas Vahé (fæst í Fakó og í Púkó og Smart á Laugavegi)

Samsetning: Botn - sulta - marengsmús- botn. Krem yfir alla kökuna. Það má líka hafa hana hærri og hafa þá 4 þynnri botna og raða henni eins.

Dagný gefur einnig þessi góðu ráð: Það er gott að frysta botnana fyrst. Setja svo á kökuna og frysta hana aftur. Hún setur matarfilmu í botninn á forminu sem kakan er bökuð í og lætur filmuna ná langt út hliðarnar, en þannig getur hún vafið kökuna í filmuna ofan í forminu og sett hana þannig aftur í frystinn. Það er hægt að leika sér með þessa köku. Til dæmis að sleppa músinni og nota bara kremið, þá bæði utan á kökuna og á milli botnana. Það er líka hægt að nota bara músina og sleppa sultunni. Eða nota músina og hvaða góðu sultu sem er. Verði ykkur að góðu :)

#jól #smjörkrem #uppskrift

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum