Einföld og skemmtileg jólakaka

Hér er hugmynd að skemmtilegri köku til að taka með í jólaboðið :)

557507_474398632612796_1210034172_n.jpg

- Bakið uppáhaldskökuna ykkar, súkkulaðiköku eða hvíta köku og setjið krem eða aðra fyllingu á milli botnanna.

- Hyljið kökuna með hvítu smjörkremi.

- Litið smávegis af smjörkreminu svart fyrir augu og munn, appelsínugult fyrir nef og veljið svo hvaða lit sem er fyrir húfu.

- Fyrir munninn og augun er gott að nota stút númer 2 eða 3 (Wilton númer) og fyrir nefið stút númer 4, 5 eða 6. Húfan var gerð með stút númer 21 og dúskurinn #233. Í raun þarf ekkert af þessum stútum ef þið eigið þá ekki til. Það er hægt að gera þetta allt með því að nota einnota sprautupoka eða jafnvel sterkan plastpoka og þá er gott að hafa sér poka fyrir hvern lit.

Til að gera munninn skuluð þið klippa örlítið gat framan á sprautupokann (eða annað hornið af plastpokanum) svo að línan verði mjó, þið getið svo stækkað gatið áður en þið byrjið á að sprauta augun. Fyrir nefið skuluð þið byrja á að klippa lítið og svo klippa alltaf meir og meir ef þess þarf. Húfuna er hægt að setja á með spatúlu/pönnukökuspaða og dreifa kreminu þannig að það er svolítið úfið, ekkert vera að eyða tíma í að slétta kremið, það er bara flottara að hafa húfuna svolítið úfna. Dúskinn og "faldinn" á húfunni getið þið svo sprautað með pokanum með því að nota stuttar "upp og niður" hreyfingar og sprauta lítið lítið í einu eða þá að snúa pokanum í hringlaga hreyfingar og þa er betra að gera það með úlnliðshreyfingu fremur en að nota alla hendina. Góða skemmtun :)

#jól #smjörkrem #kökuskreytingar

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum