Kökudiskar

Hvort sem maður er að bera fram heimatilbúna hnallþóru eða möndluköku úr bakaríi þá er alltaf skemmtilegra að bera kökurnar fram á fallegum kökudiski. Fyrir utan notagildi sitt hafa kökudiskarnir ákveðið fegurðargildi sem setur punktinn yfir i-ið á kaffiborðinu, hvort sem um er að ræða lítið kaffiboð eða stórveislu.

Hér eru nokkrir kökudiskar sem ég er voða skotin í og gætu verið hin fullkomna jólagjöf fyrir kökuáhugafólk og aðra fagurkera :)

Þessi kökudiskur er frá Noonfactory/hádegisverksmiðjunni. Hann kemur í tveimur stærðum og er til í svörtu, hvítu, glæru og krossviði (sem mér finnst virkilega skemmtilegur).

Þessi krúttlegi kökudiskur er úr H&M. Ég myndi nota þennan jafnt undir smákökur og fallegar, hvítar kökur.

Það er fátt heitara en marmari í dag. Þessi myndi sóma sig jafn vel á eldhúsbekknum og veisluborðinu. Ég sé þennan líka fyrir mér fullan af dýrindis ostum og vínberjaklasa hangandi fram af brúninni :)

Kastehelmi kökudiskurinn frá Iittala er alltaf klassískur. Hér heima fæst hann til dæmis í Art Form á Skólavörðustíg, Epal og örugglega hjá Þorsteini Bergmann og fleiri verslunum.

Djúprauði liturinn á þessum Ikea diski finnst mér mjög elegant. Á þennan disk myndi ég til dæmis setja stóra og djúsí súkkulaðitertu.

Þetta er einn fallegasti kökudiskur sem ég hef séð. Ég fann samt bara þessa mynd á netinu og veit ekki hvaðan diskurinn er. Mig langar í hann!

Þessi eldrauði kökudiskur poppar upp hvaða kaffiborð sem er. Hann fæst í þremur litum á fruanna.is

Þessi smekklegi og jafnfram töff diskur fæst í nokkrum litum í Dúka á Laugavegi og í Smáralind.

Þennan fann ég líka á netinu en án upplýsinga um uppruna. Þessi diskur er látlaus og sætur og getur í raun borið allt með stolti, mér þætti hann sérstaklega sætur með stafla af pönnukökum :)

Nú er bara að láta sig dreyma og kannski verður einhver svo heppin/n að fá svona dásemd í jólapakkann sinn :)

#kökudiskar #jól

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum