Jólasmákaka ársins 2012

Þar sem að jólin nálgast óðum langar mig til að deila með ykkur fleiri uppskriftum af smákökum. Jólasmákökugerð er ansi stór partur af jólaundirbúningi á mörgum heimilum og flestir eiga sína uppáhalds smáköku sem er bökuð ár eftir ár.Þegar ég var barn var vaninn að baka vanilluhringi, loftkökur og hálfmána en þeir eru, enn þann dag í dag, uppáhalds jólasmákökurnar mínar.

Lakkrístoppar eru líklega vinsælasta smákakan í dag og eru þeir nú bakaðir á flestum heimilum fyrir jólin. Sjálfri finnst mér þeir hættulega góðir og baka þá á hverju ári. Uppskriftin á lakkrískurls-pokanum frá Nóa Siríusi hefur reynst mér afar vel og ég hef haldið mig við hana hingað til. Ef þið eigið nýstárlegri uppskrift, sem gaman væri að prufa, þá megið þið endilega deila henni með mér og setja hana í komment hér fyrir neðan :)

Jólin 2012 tók ég þátt í jólasmákökuleik Gestgjafans og Kornax og mín smákaka var valin Jólasmákaka ársins. Uppskriftina er að finna hér fyrir neðan og ég hvet ykkur til að prufa þessar fyrir jólin. Það er smá umstang að búa þær til en þær eru fyrirhafnarinnar virði, ég lofa ;)

Kókos-Karamelluköku

Kökur

Jólasmákökur

1 bolli mjúkt smjör

½ bolli sykur 2 bollar Kornax hveiti ¼ tsk lyftiduft ½ tsk salt ½ tsk vanilludropar u.þ.b 1 msk mjólk Kókostoppur

3 bollar kókos (má til dæmis vera 50/50 sæturkókos og venjulegur, eða bara annaðhvort) * Ca. 320 gr Nóa Siríus Töggur 4 msk rjómi Súkkulaði: 225 gr bráðið Siríus súkkulaði 1 tsk smjör Hitið ofninn í 180°C. Þeytið saman smjör og sykur þar til mjúkt. Blandið þá við þurrefnunum og þar á eftir vanilludropunum. Ef þörf er á að bleyta degið meira til að það taki sig saman er mjólkin sett út í smátt og smátt í einu, passið að degið verði ekki of klístrað. Fletjið deigið út (ca. 0,5 cm) og skerið út hringi eða önnur form með piparkökumótum og gerið gat í miðjuna. Bakið í miðjum ofni í ca 10-12 mínútur, eða þangað til að ljósbrúnn litur fer að sjást á hliðum kökunnar. Kælið. Bræðið karamelluna með rjómanum yfir vatnsbaði eða í örbylgju. Hrærið kókosinum útí og dreyfið yfir kaldar kökurnar. Á meðan kókosblandan kólnar og tekur við sig, bræðið súkkulaði og dýfið hverri köku ofaní. Skreytið með restinni af súkkulaðinu. Góða skemmtun og verði ykkur að góðu ;)

#jólasmákökur #jól

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum