Smákökur

Það er fátt meira kósý en að vera inni að baka í svona veðri. Hér eru virkilega góðar og einfaldar smákökur sem ég bakaði ásamt drengjunum mínum um daginn. Tekur bara ca. 20-30 mínútur :)

Uppskrift

​​

227 gr (1bolli) ósaltað smjör, mjúkt

267 gr (1 og 1/3 bolli) sykur

2 tsk vanilludropar

375 gr (3 bollar) hveiti

2 tsk cream of tartar*

1 tsk bökunarsódi

2 og 1/2 tsk kanill

1/2 tsk salt

Annað

50 gr sykur

1 tsk kanill

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 190°C. Leggið bökunarpappír á tvær plötur og setjið til hliðar.

  2. Blandið 50 gr af sykri og 1 tsk af kanil saman í skál og setjið til hliðar.

  3. Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið þá eggi og vanilludropum saman við.

  4. Hrærið saman hveiti, cream of tartar, bökunarsóda, kanil og salti. Blandið þessu varlega saman við smjörblönduna í þremur skömmtum. Deigið er þykkt og því kannski gott að setja það saman með höndunum.

  5. Búið til kúlur úr deiginu ( ca. 1 1/2 - 2 msk af deigi í hverja kúlu). Rúllið síðan kúlunum upp úr kanilsykrinum og raðið á plötuna. Bakið kökurnar í ca 11-12 mínútur. Kökurnar eru tilbúnar þegar að brúnirnar byrja að verða brúnar, alls ekki baka of lengi.

  6. Á meðan að kökurnar eru enn heitar er gott að þrýsta aðeins á þær með skeið til að fletja þær aðeins út. Látið kökurnar kólna á plötunni í 10 mínútur og færið þær þá á grind og látið kólna alveg.

Kökurnar eru mjúkar í allt að 7 daga og hægt er að frysta þær í 3 mánuði.

Það er líka sniðugt að gera kúlurnar tilbúnar, plasta þær vel og setja beint í frystinn. Kúlurnar má svo baka, beint úr frystinum, í ca 14 mínútur og fá þannig nýbakaðar smákökur í hvert skipti ;)

*Ef þið eigið ekki cream of tartar ættuð þið að geta skipt því út fyrir 2 tsk af lyftidufti. Einnig ætti að vera í lagi að nota venjulegt smjör en ég myndi þá minnka saltið á móti.

Góða skemmtun :)

#jól #jólasmákökur

Nýlegar færslur
Leitarorð
No tags yet.
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle
Flokkar
Kakan mín á veraldarvefnum