Ýmislegt
Wilton stútar
Á þessari mynd má sjá yfirlit yfir númer og gerð sprautustúta frá Wilton.
Ég nota aðalega þessa stúta og á því við þessi númer þegar ég tala um sprautustúta í blogginu mínu.
Það þarf alls ekki að eiga alla þessa stúta til að gera fallegar smjörkremskökur en gott er að byrja með eftirfarandi stúta:
Round: #3 og #12
Star: #16, #18 og # 21
Basketweave: # 47
Leaf: #67 og #352
Rose: #104
Drop flowe: #2D
(Smellið á myndina til að fá hana stærri. Myndin er frá www.wilton.com)
Kitchenaid "spaðar"
Hér má sjá hvaða spaða/þeytara skal nota í hverju tilfelli á Kitchenaid hrærivélum.
(Smellið á myndina til að stækka hana. Myndin er fengin af pinterest og meiri upplýsingar má fá á www.kitchenaid.com)
Stærðar tafla frá Wilton - fjöldi kökusneiða
Tafla frá Wilton sem sýnir hversu margar sneiðar má fá úr hverri köku. Í töflunni kemur einni fram hversu mikið af deigi þarf í hvert form, bökunartími og ofnhiti.
Ég nota alltaf þessa töflu þegar að ég reikna út stærð á kökum sem ég þarf.
(Smellið á myndina til að stækka hana. Myndin er frá www.wilton.com)
Hvernig á að skera kökuna?
Á þessari mynd má sjá hvernig skal skera kökurnar til að fá þær sneiðar sem gefið er upp í stærðartöflu Wilton (Veislutertusneiðar).
(Smellið á myndina til að stækka hana. Myndin er fengin af www.cakepict.com)
Litatafla
Það er gott að nota þessa töflu til viðmiðunar þegar litir eru blandaðir.
(Smellið á myndina til að stækka hana. Myndin er fengin af www.cakecentral.com)