01/02/2017

Þessi kaka spyr ekki um aldur, hana elska allir - hún er einfaldlega algjört dúndur ;)

Rice Krispies kaka *
100 g smjör
3/4 lítil dós af Golden sírópi

200-220 g suðusúkkulaði (smakkið til)

2 stk mars

50 g salthnetur


Bananarjómi

1 peli rjómi

2 þroskaðir bananar

súkkulaði "krem/sósa"

3-4 stk mars (ég notaði á endanum 4)

3 msk rjómi

* Þið getið að sjálfsögðu helmingað Rice Krispies uppskriftina til að gera bara kökubotninn en þar sem maður þarf hvort eð er að...

25/01/2017

Hver elskar ekki skyrkökur?

Þær eru súper einfaldar og fljótlegar í framkvæmd og svo passa þær líka í öll boð, saumaklúbbinn, sunnudagsbrunchinn, barnaafmælið og fertugsafmælið!

Nánast hver Íslendingur hefur smakkað og jafnvel borið fram hina sígildu skyrköku með LU-kexi og kirsuberjasósu. 

Hér kemur ný uppskrift sem ég gerði fyrir kaffiboð um helgina :) 

Þessi útgáfa er geeeeggjuð, ég mæli með að þið prófið hana! 


Hún er líka...

12/01/2017

Ég var með heita marssósu með eftirréttinum um jólin, hún er jú þessi klassíska bomba sem allir elska og stendur alltaf fyrir sínu. Ég verð allavega að viðurkenna að ég gúffað óhóflega mikið af henni í mig um jólin, ásamt ís og heitri eplaköku :/ 

Eeeen það er alltaf hægt að gera betur!

Ég ákvað því (í janúarátakinu) að prófa nýja sósu og smakka hana til með vænni skál af vanilluís :/
 

Guð hjálpi mér hvað þetta kom...

22/12/2016

Jæja hér kemur samantekt yfir jólatoppatilraunir 2016 og ein bónus uppskrift í lokin sem heppnaðist ótrúlega vel og hefur fengið góðar viðtökur hjá þeim sem hafa smakkað :) 

Klikkið á myndirnar til að fá uppskriftir. 


Fyrsta tilraun: Hindberjatoppar með sterkum djúpum

Þeir heppnuðust ótrúlega vel, hindber og lakkrís passar svo skemmtilega vel saman.
Ég ákvað að nota hvítan sykur í þessa til að leyfa hindberjabragðinu að njóta sín. 

 

Önnur og þri...

14/12/2016

Í gær skellti ég mér aftur í jólatoppatilraunir og útkoman var guðdómleg! 

Ég ætlaði nú bara að prófa eina týpu en endaði á að gera tvær tvöfaldar ;) 

En hér kemur síðasta sterku-Djúpu-jólatoppatilraunin í ár og síðar í vikunni gef ég ykkur nýja æðislega lakkríslausa jólatoppa. Hvernig líst ykkur á það??? :D

Mig langaði til að enda þetta tilraunaferli á einni extra auðveldri og fljótlegri uppskrift sem allir nenna að henda í. Það er kannski...

09/12/2016

Synir mínir hafa svolítið verið að láta mig heyra það upp á síðkastið. Þeir eru ekki alveg nógu sáttir við allar þessar lakkrískökur sem ég er að gera þar sem þeir borða ekki lakkrís. 

Ég fór því í aðra tilraunagerð og bjó til marengstoppa með karamellu, súkkulaði og salthnetum.

Topparnir komu ágætlega út og allir voru ánægðir með þá..... NEMA ÉG.
Þeir voru ekki alveg eins og ég vildi hafa þá þannig að ég ætla að bíða aðeins með að gefa ykkur upp...

27/11/2016

Kökublað Vikunnar er komið út! 
Eins og alltaf er það stútfullt af girnilegum uppskriftum og skemmtilegum viðtölum. 
Ég mæli með að þið drífið í því að ná ykkur í eintak áður en það klárast úr hillunum.

Ég var svo heppin að fá að taka þátt í blaðinu í fyrra og var að rifja upp þá ævintýralegu myndatöku sem fór fram en það hefur líklega verið ein mest krefjandi myndataka sem greyið ljósmyndarinn hefur þurft að fara í :D 
Ákveðið...

22/11/2016

Jólatoppar með sterkum Djúpum. Hættulega góðir.

21/11/2016

Okay, ég bara varð!  

Þegar ég rakst á þessar lakkrísdöðlur í Bónus þá komst ekkert annað fyrir hjá mér en að prófa að búa til döðlukonfekt úr þeim... 

...ef þið eruð piparsjúk eins og ég og eruð að elska þetta piparæði sem er að tröllríða þjóðinni þá einfaldlega verðið þið prófa þetta! :D

Uppskrift
250 g döðlur með lakkrísdufti
1 poki sterkar djúpur
1 poki Freyju Hrís (ca. 200 g)
100 g smjör
100 g púðursykur

150 g súkkulaði (dökkt eða lj...

16/11/2016

Önnur tilraun í jólatoppagerð með Sterkum Djúpum gekk ekki alveg upp, blandan féll hjá mér og topparnir lyftu sér ekki :(

Ég bakaði þó allt "deigið" í staðin fyrir að henda því og það var syndsamlega gott!
Ég ætla því ekki að gefast upp á þessari hugmynd, ég ætla að fínpússa uppskriftina aðeins og gera aðra tilraun. 

En þar sem tilraun tvö gekk ekki alveg að óskum þá ætla ég að gefa ykkur uppskrift af geggjuðu döðlukonfekti í stað...

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð